Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2019 11:42 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Rannveig Júníusdóttir, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, á fundinum í morgun. Vísir/vilhelm Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. Ekki hafi hins vegar bætt úr skák að skilaboðin sem Seðlabankinn fékk um lagastoðina fyrir refsiheimildum sínum hafi stangast á í einhverjum málum. Hann hafi reglulega staldrað við þegar upp kom vafi um lögmæti aðgerða bankans og leitað lögfræðiálits á mörgum stigum mála. Þrátt fyrir að hann hafi starfað í góðri trú sé ekki útilokað að stjórnsýsla Seðlabankans hafi brugðist í einhverjum málum, t.a.m. Samherjamálinu sem var til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.Rökstuddur grunur? Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Rannveig Júníusdóttir, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, svöruðu þar spurningum nefndarmanna sem var tíðrætt um umdeilda húsleit í höfuðstöðvum Samherja. Leitin var unnin í samstarfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara og framkvæmd í húskynnum Samherja á Akureyri og í Reykjavík fyrir nákvæmlega sjö árum síðan, þann 27. mars árið 2012. Þau Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokks, Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerðu sér öll mat úr því að seðlabankastjóri hafi tvívegis sagt að ekki hafi verið „rökstuddur grunur“ fyrir því að ráðast í húsleitina. Lögum samkvæmt þurfi þó að vera rökstuddur grunur um brot, sem leitt getur til ákæru, að vera til staðar til að réttlæta svo íþyngjandi aðgerð. Þeir Þorsteinn og Brynjar bentu á að aðgerðin væri sérstaklega alvarlegt inngrip í tilfelli fyrirtækja sem eru í alþjóðlegum rekstri, eins og Samherja.Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/vilhelmMár sagði að líklega megi rekja þessar aðfinnslur þingmannanna til ónákvæms orðalags seðlabankastjóra. Ekki hafi verið nægjanlegur grunur, á þeim tíma sem ráðist var í húsleitina, til að kæra málið til lögreglu þó svo að það hafi virst stórt. Það hafi einfaldlega skort upplýsingar til að réttlæta kæru á þeim tímapunkti, ef svo hefði ekki verið hefði tæplega þurft að ráðast í húsleitina. Það sé þó engin nýlunda að sögn Más að gripið sé til slíkra íþyngjandi aðgerða án þess að það endi með ákæru. Seðlabankanum hafi auk þess borið, samkvæmt lögum, að rannsaka grun um brot á gjaldeyrislögum og fylgja þeim eftir - sem hann gerði í góðri trú.Lekar sem pirra óendanlega Fundarmönnum lék jafnframt forvitni á að vita hvernig það atvikaðist að Ríkisútvarpið var viðstatt þegar umrædd húsleit var framkvæmd hjá Samherja. Þótti það til marks um að Ríkisútvarpinu hafi verið gert viðvart fyrirfram, líklega með leka innan úr Seðlabankanum. Benti Már á að ljóst væri að Ríkisútvarpið sjálft hafi afhent bankanum upplýsingar, sem notuð voru við rannsókn málsins. Hann hafi þó ekki verið viðstaddur þá gagnaafhendingu. Hvort, og þá hvaða, samskipti áttu sér stað eftir afhendinguna séu til skoðunar innan bankans. „Ég kannast ekki við að að yfirstjórn bankans hafi heimilað afhendingu trúnaðarganga til fjölmiðilsins og ekkert liggur nú fyrir um að slíkt hafi gerst,“ sagði Már og bætti við að hann hafi beðið innri endurskoðanda um að kanna tölvupóstsamskipti sín í aðdraganda húsleitarinnar. Það hafi hann gert til að kanna hvort þar sé eitthvað að finna sem varpað geti ljósi á þetta mál. Jafnframt verði kafað í gögn gjaldeyriseftirlitsins.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hlýddi á svör seðlabankastjóra.Vísir/vilhelmMár sagði jafnframt mikilvægt að hafa í huga að sérstakur saksóknari hafi ráðist í húsleit í Seðlabankanum, nokkrum mánuðum fyrir húsleitina hjá Samherja. Þá hafi fjölmiðlar, jafnt innlendir sem erlendir, einnig verið viðstaddir. Skoðun á fjölmiðlaumfjöllun þess tíma leiði einnig í ljós að það hafi verið „tiltölulega algengt“ að fjölmiðlar væru viðstaddir slíkar húsleitir. Það hafi auk þess verið ómögulegt að halda slíkum húsleitum leyndum frá fjölmiðlum, ekki síst í tilfelli Samherja þar sem ráðist var í aðgerðina um „hábjartan dag.“ Már sagðist þó ekki geta svarað því hvers vegna Ríkisútvarpið virðist hafa haft forskot á aðra miðla. Hann sagðist ekki geta útilokað að upplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja hafi lekið innan úr Seðlabankanum. Á þeim árum sem hann hafi verið seðlabankastjóra hafi komið upp „slatti af lekum“ sem hafi „pirrað hann óendanlega.“ Vísaði hann þar til að mynda til símtals þáverandi forsætisráðherra, Geirs. H. Haarde, og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, um neyðarlán til Kaupþings 6. október árið 2008. Það símtal hafi þó einnig verið á borði sérstaks saksóknara og því ekki útilokað að lekinn hafi komið þaðan. Erfitt sé að koma til botns í lekum sem þessum, ekki síst í ljósi þess hversu langt er liðið. „Kannski hefði átt að gera það sem FME [Fjármálaeftirlitið] gerir stundum, sem hefur oft lent í þessu. Þau vita bara að það er leki, vita ekki hvaðan hann kemur og þá kæra þau ótilgreint til lögreglu. Mér vitanlega kemur mjög lítið úr þeim málum,“ sagði Már. Alþingi Íslenska krónan Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. Ekki hafi hins vegar bætt úr skák að skilaboðin sem Seðlabankinn fékk um lagastoðina fyrir refsiheimildum sínum hafi stangast á í einhverjum málum. Hann hafi reglulega staldrað við þegar upp kom vafi um lögmæti aðgerða bankans og leitað lögfræðiálits á mörgum stigum mála. Þrátt fyrir að hann hafi starfað í góðri trú sé ekki útilokað að stjórnsýsla Seðlabankans hafi brugðist í einhverjum málum, t.a.m. Samherjamálinu sem var til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.Rökstuddur grunur? Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Rannveig Júníusdóttir, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, svöruðu þar spurningum nefndarmanna sem var tíðrætt um umdeilda húsleit í höfuðstöðvum Samherja. Leitin var unnin í samstarfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara og framkvæmd í húskynnum Samherja á Akureyri og í Reykjavík fyrir nákvæmlega sjö árum síðan, þann 27. mars árið 2012. Þau Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokks, Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerðu sér öll mat úr því að seðlabankastjóri hafi tvívegis sagt að ekki hafi verið „rökstuddur grunur“ fyrir því að ráðast í húsleitina. Lögum samkvæmt þurfi þó að vera rökstuddur grunur um brot, sem leitt getur til ákæru, að vera til staðar til að réttlæta svo íþyngjandi aðgerð. Þeir Þorsteinn og Brynjar bentu á að aðgerðin væri sérstaklega alvarlegt inngrip í tilfelli fyrirtækja sem eru í alþjóðlegum rekstri, eins og Samherja.Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/vilhelmMár sagði að líklega megi rekja þessar aðfinnslur þingmannanna til ónákvæms orðalags seðlabankastjóra. Ekki hafi verið nægjanlegur grunur, á þeim tíma sem ráðist var í húsleitina, til að kæra málið til lögreglu þó svo að það hafi virst stórt. Það hafi einfaldlega skort upplýsingar til að réttlæta kæru á þeim tímapunkti, ef svo hefði ekki verið hefði tæplega þurft að ráðast í húsleitina. Það sé þó engin nýlunda að sögn Más að gripið sé til slíkra íþyngjandi aðgerða án þess að það endi með ákæru. Seðlabankanum hafi auk þess borið, samkvæmt lögum, að rannsaka grun um brot á gjaldeyrislögum og fylgja þeim eftir - sem hann gerði í góðri trú.Lekar sem pirra óendanlega Fundarmönnum lék jafnframt forvitni á að vita hvernig það atvikaðist að Ríkisútvarpið var viðstatt þegar umrædd húsleit var framkvæmd hjá Samherja. Þótti það til marks um að Ríkisútvarpinu hafi verið gert viðvart fyrirfram, líklega með leka innan úr Seðlabankanum. Benti Már á að ljóst væri að Ríkisútvarpið sjálft hafi afhent bankanum upplýsingar, sem notuð voru við rannsókn málsins. Hann hafi þó ekki verið viðstaddur þá gagnaafhendingu. Hvort, og þá hvaða, samskipti áttu sér stað eftir afhendinguna séu til skoðunar innan bankans. „Ég kannast ekki við að að yfirstjórn bankans hafi heimilað afhendingu trúnaðarganga til fjölmiðilsins og ekkert liggur nú fyrir um að slíkt hafi gerst,“ sagði Már og bætti við að hann hafi beðið innri endurskoðanda um að kanna tölvupóstsamskipti sín í aðdraganda húsleitarinnar. Það hafi hann gert til að kanna hvort þar sé eitthvað að finna sem varpað geti ljósi á þetta mál. Jafnframt verði kafað í gögn gjaldeyriseftirlitsins.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hlýddi á svör seðlabankastjóra.Vísir/vilhelmMár sagði jafnframt mikilvægt að hafa í huga að sérstakur saksóknari hafi ráðist í húsleit í Seðlabankanum, nokkrum mánuðum fyrir húsleitina hjá Samherja. Þá hafi fjölmiðlar, jafnt innlendir sem erlendir, einnig verið viðstaddir. Skoðun á fjölmiðlaumfjöllun þess tíma leiði einnig í ljós að það hafi verið „tiltölulega algengt“ að fjölmiðlar væru viðstaddir slíkar húsleitir. Það hafi auk þess verið ómögulegt að halda slíkum húsleitum leyndum frá fjölmiðlum, ekki síst í tilfelli Samherja þar sem ráðist var í aðgerðina um „hábjartan dag.“ Már sagðist þó ekki geta svarað því hvers vegna Ríkisútvarpið virðist hafa haft forskot á aðra miðla. Hann sagðist ekki geta útilokað að upplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja hafi lekið innan úr Seðlabankanum. Á þeim árum sem hann hafi verið seðlabankastjóra hafi komið upp „slatti af lekum“ sem hafi „pirrað hann óendanlega.“ Vísaði hann þar til að mynda til símtals þáverandi forsætisráðherra, Geirs. H. Haarde, og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, um neyðarlán til Kaupþings 6. október árið 2008. Það símtal hafi þó einnig verið á borði sérstaks saksóknara og því ekki útilokað að lekinn hafi komið þaðan. Erfitt sé að koma til botns í lekum sem þessum, ekki síst í ljósi þess hversu langt er liðið. „Kannski hefði átt að gera það sem FME [Fjármálaeftirlitið] gerir stundum, sem hefur oft lent í þessu. Þau vita bara að það er leki, vita ekki hvaðan hann kemur og þá kæra þau ótilgreint til lögreglu. Mér vitanlega kemur mjög lítið úr þeim málum,“ sagði Már.
Alþingi Íslenska krónan Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00