Kveisustingur en ekki frostlögur sem fór illa í hundinn Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2019 11:22 Þetta er Neró, tveggja ára gamall Labrador-hundur, sömu tegundar og sá hundur sem veiktist illa eftir gönguferð við golfvöllinn á Hvaleyrarholti. visir/vilhelm „Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting. Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting.
Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33