Handbolti

Mikið áfall fyrir ÍBV rétt fyrir úrslitakeppnina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðný Jenny verður ekkert meira með.
Guðný Jenny verður ekkert meira með. vísir/vilhelm
Guðný Jenny Ásmundsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta og leikmaður ÍBV í Olís-deild kvenna, sleit krossband með íslenska landsliðinu á mótinu í Póllandi á dögunum og verður ekki meira með á þessu ári.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þetta er vitaskuld gríðarlegt áfall fyrir Eyjakonur nú þegar að úrslitakeppnin er rétt handan við hornið.

ÍBV er öruggt í úrslitakeppnina þegar að tvær umferðir eru eftir af Olís-deildinni en liðið er í fjórða sæti með 23 stig líkt og Haukar og geta enn náð þriðja sætinu.

Eyjakonur munu annað hvort mæta Val eða Fram í undanúrslitum og er alveg ljóst að verkefnið verður ekki auðveldara án Jennyar sem hefur vrið næst besti markvörður deildarinnar í vetur með 36,7 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Andrea Gunnlaugsdóttir, sem er varamarkvörður ÍBV, er aðeins með 1,6 skot varið að meðaltali í leik og 25 prósent hlutfallsmarkvörslu en Guðný Jenny sér nánast alfarið um að verja mark ÍBV-liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×