Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 18:30 Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07