Sterling: Kominn tími til þess að fólkið sem ræður taki á kynþáttaníði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 08:30 Sterling fagnar marki sínu í gærkvöld vísir/getty Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira
Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira
Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19