Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. mars 2019 06:00 Eyjólfur Árni Rafnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður og framkvæmdastjóri SA, voru þungt hugsi þegar þeir komu til fundar hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundarhöld halda áfram í dag fbl/anton brink Fundur Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV hjá ríkissáttasemjara í gær varð styttri en ráðgert hafði verið. Vegna óvissu um stöðu WOW air var ákveðið að fresta fundarhöldum og taka þráðinn aftur upp í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta tjáð sig efnislega um innihald viðræðnanna þar sem fjölmiðlabann gildi um það. „Við erum náttúrulega að vonast eftir alvöru efnislegri umræðu. Við tökum þessar viðræður núna bara einn dag í einu,“ segir Viðar aðspurður um framhaldið. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA. Hann segir viðræðurnar fyrst og fremst hafa snúist um launaliðinn en SA hafi lítið viljað leggja fram í þeim efnum. „Þeir hafa ekki treyst sér til þess um alllanga hríð og bera fyrir sig þá stöðu sem uppi er hjá WOW air þannig að menn vildu láta þennan dag líða til að sjá hver þróunin þar verður,“ segir Vilhjálmur. Það sé magnað að kenna eigi íslensku launafólki um hvert áfall sem dynur yfir íslenskt efnahagslíf. „Nú er eitt lítið flugfélag sem veldur því að staðan sé með þessum hætti. Enn og aftur er það ekki launafólk sem ber ábyrgðina á því.“Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Að óbreyttu verður næsta lota verkfalla næstkomandi fimmtudag og föstudag. Viðar segir Eflingarfólk vinna að því að safna saman ábendingum og vísbendingum um hvort möguleg verkfallsbrot hafi verið framin síðasta föstudag. Meta þurfi hvort ástæða sé til að fá úr því skorið fyrir Félagsdómi. Viðar segir að Efling muni herða á verkfallsvörslu í aðgerðum vikunnar meðal annars vegna þess að því miður hafi þau mjög víða séð einbeittan brotavilja. „Við höfum líka lagt þessar aðgerðir þannig upp að þær séu með stigmögnun. Við höfum ekkert endilega séð fyrir okkur að þurfa að ná hámarksáhrifum strax í byrjun. Við lítum á þetta sem skilaboð og viljum sjá hverju þau skila.“ Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að þar á bæ standi yfir undirbúningur vegna mögulegra verkfallsaðgerða í vikunni. „Við erum að fara yfir þann mannskap sem við höfum. Ég geri ráð fyrir að við munum núna fara að loka fyrir bókanir á einhverjum dagsferðum því við munum ekki ná að þjónusta öll þessi verkefni.“ Eins og síðasta föstudag verður áherslan lögð á akstur flugrútunnar. Björn segist vonast til þess að einhver árangur verði af sáttafundi dagsins. „Við vorum jafnvel að vonast til þess að deiluaðilar væru tilbúnir að fresta verkfallsaðgerðum út af ástandinu með WOW. Þannig að okkur í ferðaþjónustunni gæfist ráðrúm til að meta ástandið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örlög WOW geti haft áhrif á viðræður en breyti ekki stöðu félagsmanna VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna fylgjast með vendingum í máli WOW air og reyni að bregðast við mögulegum niðurstöðum. 25. mars 2019 18:08 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fundur Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV hjá ríkissáttasemjara í gær varð styttri en ráðgert hafði verið. Vegna óvissu um stöðu WOW air var ákveðið að fresta fundarhöldum og taka þráðinn aftur upp í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta tjáð sig efnislega um innihald viðræðnanna þar sem fjölmiðlabann gildi um það. „Við erum náttúrulega að vonast eftir alvöru efnislegri umræðu. Við tökum þessar viðræður núna bara einn dag í einu,“ segir Viðar aðspurður um framhaldið. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA. Hann segir viðræðurnar fyrst og fremst hafa snúist um launaliðinn en SA hafi lítið viljað leggja fram í þeim efnum. „Þeir hafa ekki treyst sér til þess um alllanga hríð og bera fyrir sig þá stöðu sem uppi er hjá WOW air þannig að menn vildu láta þennan dag líða til að sjá hver þróunin þar verður,“ segir Vilhjálmur. Það sé magnað að kenna eigi íslensku launafólki um hvert áfall sem dynur yfir íslenskt efnahagslíf. „Nú er eitt lítið flugfélag sem veldur því að staðan sé með þessum hætti. Enn og aftur er það ekki launafólk sem ber ábyrgðina á því.“Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Að óbreyttu verður næsta lota verkfalla næstkomandi fimmtudag og föstudag. Viðar segir Eflingarfólk vinna að því að safna saman ábendingum og vísbendingum um hvort möguleg verkfallsbrot hafi verið framin síðasta föstudag. Meta þurfi hvort ástæða sé til að fá úr því skorið fyrir Félagsdómi. Viðar segir að Efling muni herða á verkfallsvörslu í aðgerðum vikunnar meðal annars vegna þess að því miður hafi þau mjög víða séð einbeittan brotavilja. „Við höfum líka lagt þessar aðgerðir þannig upp að þær séu með stigmögnun. Við höfum ekkert endilega séð fyrir okkur að þurfa að ná hámarksáhrifum strax í byrjun. Við lítum á þetta sem skilaboð og viljum sjá hverju þau skila.“ Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að þar á bæ standi yfir undirbúningur vegna mögulegra verkfallsaðgerða í vikunni. „Við erum að fara yfir þann mannskap sem við höfum. Ég geri ráð fyrir að við munum núna fara að loka fyrir bókanir á einhverjum dagsferðum því við munum ekki ná að þjónusta öll þessi verkefni.“ Eins og síðasta föstudag verður áherslan lögð á akstur flugrútunnar. Björn segist vonast til þess að einhver árangur verði af sáttafundi dagsins. „Við vorum jafnvel að vonast til þess að deiluaðilar væru tilbúnir að fresta verkfallsaðgerðum út af ástandinu með WOW. Þannig að okkur í ferðaþjónustunni gæfist ráðrúm til að meta ástandið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örlög WOW geti haft áhrif á viðræður en breyti ekki stöðu félagsmanna VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna fylgjast með vendingum í máli WOW air og reyni að bregðast við mögulegum niðurstöðum. 25. mars 2019 18:08 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Örlög WOW geti haft áhrif á viðræður en breyti ekki stöðu félagsmanna VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna fylgjast með vendingum í máli WOW air og reyni að bregðast við mögulegum niðurstöðum. 25. mars 2019 18:08
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01