Deschamps ræddi ekki við Mbappe um dýfuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 14:15 Kylian Mbappe liggur í grasinu í leiknum gegn Moldóvu á föstudag. Vísir/Getty Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00
Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30
Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30