Rússnesk hergögn í Caracas Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 06:51 Mynd sem sögð er tekin í Caracas á laugardag. twitter Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. Haft er eftir rússneskum miðlum að koma vélanna sé liður í hernaðarsamstarfi ríkjanna tveggja en þrír mánuðir eru liðnir síðan Rússar og Venesúelar héldu sameiginlegar heræfingar. Rússar eru meðal styrkustu bandamanna venesúelskra stjórnvalda. Þeir hafa látið milljarða af hendi rakna til ríkisins á liðnum árum, auk þess sem þeir hafa varið sitjandi forseta, Nicolás Maduro, gegn ásókn þingforsetans Juan Guaido og alþjóðlegra stuðningsmanna hans. Venesúelskur blaðamaður sem segist hafa verið staddur á alþjóðaflugvellinum í Caracas um helgina telur sig hafa séð um 100 hermenn ganga úr þotunum tveimur. Þar að auki áætlar hann að um 35 tonn af hergögnum hafi verið ferjaðar úr stærri vélinni, sem var af gerðinni Antonov-124. Þá telur hann sig jafnframt hafa séð hershöfðingjann Vasilý Tonkosjkúrov leiða hermennina frá borði.Hoy llegaron al aeropuerto Internacional de Maiquetía estos dos aviones de la Fuerza Aerea rusa.1 Ilyushin Il-62M1 Antomov 124Fotos: cortesía pic.twitter.com/w7hgQhyivr— Federico Black B. (@FedericoBlackB) March 23, 2019 Þetta er í annað sinn á undanförnum mánuðum sem Rússar senda herþotur til Venesúela, það gerðu þau síðast í desember síðastliðnum. Samband rússneskra og venesúelskra stjórnvalda hefur styrkst á undanförnum mánuðum, samhliða versnandi sambandi Venesúela og þorra Vesturveldanna. Rússar hafa fordæmt það sem þeir telja valdaránstilraun fyrrnefnds Guaido, sem lýsti sjálfan sig forseta landsins í janúar. Guaido nýtur þó stuðnings fjölmargra ríkja, til að mynda Bandaríkjanna og Íslands. Því telja greinendur að Rússar séu með hergagnaflutningi sínum til Caracas að styrkja enn frekar hinn umsetna Maduro gegn íhlutun „bandarískra heimsvaldasinna“ í málefnum Suður-Ameríku. Rússland Venesúela Tengdar fréttir Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41 Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15 Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. Haft er eftir rússneskum miðlum að koma vélanna sé liður í hernaðarsamstarfi ríkjanna tveggja en þrír mánuðir eru liðnir síðan Rússar og Venesúelar héldu sameiginlegar heræfingar. Rússar eru meðal styrkustu bandamanna venesúelskra stjórnvalda. Þeir hafa látið milljarða af hendi rakna til ríkisins á liðnum árum, auk þess sem þeir hafa varið sitjandi forseta, Nicolás Maduro, gegn ásókn þingforsetans Juan Guaido og alþjóðlegra stuðningsmanna hans. Venesúelskur blaðamaður sem segist hafa verið staddur á alþjóðaflugvellinum í Caracas um helgina telur sig hafa séð um 100 hermenn ganga úr þotunum tveimur. Þar að auki áætlar hann að um 35 tonn af hergögnum hafi verið ferjaðar úr stærri vélinni, sem var af gerðinni Antonov-124. Þá telur hann sig jafnframt hafa séð hershöfðingjann Vasilý Tonkosjkúrov leiða hermennina frá borði.Hoy llegaron al aeropuerto Internacional de Maiquetía estos dos aviones de la Fuerza Aerea rusa.1 Ilyushin Il-62M1 Antomov 124Fotos: cortesía pic.twitter.com/w7hgQhyivr— Federico Black B. (@FedericoBlackB) March 23, 2019 Þetta er í annað sinn á undanförnum mánuðum sem Rússar senda herþotur til Venesúela, það gerðu þau síðast í desember síðastliðnum. Samband rússneskra og venesúelskra stjórnvalda hefur styrkst á undanförnum mánuðum, samhliða versnandi sambandi Venesúela og þorra Vesturveldanna. Rússar hafa fordæmt það sem þeir telja valdaránstilraun fyrrnefnds Guaido, sem lýsti sjálfan sig forseta landsins í janúar. Guaido nýtur þó stuðnings fjölmargra ríkja, til að mynda Bandaríkjanna og Íslands. Því telja greinendur að Rússar séu með hergagnaflutningi sínum til Caracas að styrkja enn frekar hinn umsetna Maduro gegn íhlutun „bandarískra heimsvaldasinna“ í málefnum Suður-Ameríku.
Rússland Venesúela Tengdar fréttir Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41 Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15 Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41
Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15
Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10