Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins á Stade de France í París.
Annað kvöld mæta Íslendingar heimsmeisturum Frakka í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2020. Bæði lið eru með þrjú stig í riðlinum en Ísland vann Andorra á föstudaginn var.
Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, greindi frá því á fundinum að Jóhann Berg Guðmundsson væri meiddur á kálfa og yrði ekki með gegn Frökkum.
Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundinum í dag. Hér fyrir neðan má lesa það helsta sem fram kom á fundinum.
Svona var blaðamannafundur Hamrén
