Engin gósentíð í nótt hjá leigubílstjórum Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2019 12:32 Einar Árnason segir að það hafi ekki verið nein uppgrip í nótt, eins og margir ætluðu að yrðu. Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík segir rútur Kynnisferða hafa farið um eins og venjulega þó nú sé yfirstandandi verkfall. „Þetta var engin gósentíð fyrir leigubílstjóra þrátt fyrir þetta verkfall. Reyndar er engin gósentíð fyrir leigubílstjóra almennt,“ segir Einar. Hann segir að fleiri leigubíla hafi verið mættir á vettvang í nótt en venjulega, við Leifsstöð, til að mæta ætlaðri aukningu ferða vegna verkfalls rútubílsstjóra sem hófst í nótt. En, það hafi þá bara þýtt að fleiri voru um hituna. En, þeir voru að mæta eftirspurn sem engin var því ekki var um fleiri túra að ræða en alla jafna. Vísir ræddi í gær við Guðmund Börk Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR-leigubíla, og hann taldi þá vandséð að leigubílstjórar gætu annað eftirspurn þegar rútubílstjórar leggðu niður störf. En, ekki fór það nú svo.Kynnisferðir fara um eins og ekkert sé verkfallið „Eina sem við urðum varir við að það eru fleiri en venjulega sem hanga hér við flugsstöðina. Hefur ekkert aukist vinnan. Enda keyra Kynnisferðir hér fram og til baka. Ég held ég hafi talið átta rútur í morgun þegar mest var,“ segir Einar. Þetta hafi því gengið sinn vanagang hjá leigubílstjórum.Leigubílar við Leifsstöð í nótt. Ekkert að gera. Leigubílstjórar gripu í tómt.visir/Jói K„Kynnisferðir eru ekkert að rifa seglin, alla veganna virðast þessi verkföll ekki hafa mikil áhrif á ferðirnar hjá okkur leigubílsstjórum. Ekkert aukist vegna þessara verkfalla. Hérna suðurfrá í nótt þá jókst bara fjöldi bíla í umferð og það var því meiri bið. Þetta eru ekki uppgrip fyrir menn eins og margir halda.“Rólegt í nótt hjá leigubílstjórum Einar segist hafa spurt félaga sína í leigubílstjórastétt hvernig þetta hafi verið í Reykjavík og samkvæmt því var fullt af lausum bílum alls staðar. „Þó margir haldi eitthvað annað þá er oftast nóg af leigubílum og oft of mikil. Þetta verkfall hefur ekki haft þau áhrif að það hafi verið meira að gera.“ Vísir hefur rætt við fleiri leigubílsstjóra í morgun sem hafa sömu sögu að segja. Einn þeirra benti á að það gæti orðið athyglisvert að sjá hvernig ástandið verður um klukkan 15 í dag þegar síðdegisflugið er.Leifsstöð nú áðan, með augum Einars. Ekki mikið að gerast í fólksflutningum.einar árnason Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík segir rútur Kynnisferða hafa farið um eins og venjulega þó nú sé yfirstandandi verkfall. „Þetta var engin gósentíð fyrir leigubílstjóra þrátt fyrir þetta verkfall. Reyndar er engin gósentíð fyrir leigubílstjóra almennt,“ segir Einar. Hann segir að fleiri leigubíla hafi verið mættir á vettvang í nótt en venjulega, við Leifsstöð, til að mæta ætlaðri aukningu ferða vegna verkfalls rútubílsstjóra sem hófst í nótt. En, það hafi þá bara þýtt að fleiri voru um hituna. En, þeir voru að mæta eftirspurn sem engin var því ekki var um fleiri túra að ræða en alla jafna. Vísir ræddi í gær við Guðmund Börk Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR-leigubíla, og hann taldi þá vandséð að leigubílstjórar gætu annað eftirspurn þegar rútubílstjórar leggðu niður störf. En, ekki fór það nú svo.Kynnisferðir fara um eins og ekkert sé verkfallið „Eina sem við urðum varir við að það eru fleiri en venjulega sem hanga hér við flugsstöðina. Hefur ekkert aukist vinnan. Enda keyra Kynnisferðir hér fram og til baka. Ég held ég hafi talið átta rútur í morgun þegar mest var,“ segir Einar. Þetta hafi því gengið sinn vanagang hjá leigubílstjórum.Leigubílar við Leifsstöð í nótt. Ekkert að gera. Leigubílstjórar gripu í tómt.visir/Jói K„Kynnisferðir eru ekkert að rifa seglin, alla veganna virðast þessi verkföll ekki hafa mikil áhrif á ferðirnar hjá okkur leigubílsstjórum. Ekkert aukist vegna þessara verkfalla. Hérna suðurfrá í nótt þá jókst bara fjöldi bíla í umferð og það var því meiri bið. Þetta eru ekki uppgrip fyrir menn eins og margir halda.“Rólegt í nótt hjá leigubílstjórum Einar segist hafa spurt félaga sína í leigubílstjórastétt hvernig þetta hafi verið í Reykjavík og samkvæmt því var fullt af lausum bílum alls staðar. „Þó margir haldi eitthvað annað þá er oftast nóg af leigubílum og oft of mikil. Þetta verkfall hefur ekki haft þau áhrif að það hafi verið meira að gera.“ Vísir hefur rætt við fleiri leigubílsstjóra í morgun sem hafa sömu sögu að segja. Einn þeirra benti á að það gæti orðið athyglisvert að sjá hvernig ástandið verður um klukkan 15 í dag þegar síðdegisflugið er.Leifsstöð nú áðan, með augum Einars. Ekki mikið að gerast í fólksflutningum.einar árnason
Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot með vinnu sinni. 22. mars 2019 11:17