Sátu um gestina til að geta byrjað að þrífa klukkan 4 í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:30 Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. fréttablaðið/eyþór Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir að það muni um það þegar 2/3 af starfsmönnum hótelsins séu ekki í vinnu eins og nú er vegna verkfalls VR og Eflingar. Hún segir mjög stífar reglur varðandi það hverjir megi sinna störfum þeirra sem séu í verkfalli og hótelið vilji að sjálfsögðu fara eftir bókinni varðandi það allt. „Þetta verður að ganga. Það munar aldeilis um það þegar tveir þriðju af starfsmönnunum eru ekki í vinnu þannig að við finnum fyrir því,“ sagði Ingibjörg í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi, fréttamann, í beinni útsendingu á Vísi núna upp úr klukkan 11. Spurð út í það hvaða störfum hún hafi verið að sinna síðan verkfallið skall á á miðnætti segir Ingibjörg að það hafi verið ósköp rólegt fram undir klukkan fjögur. „En af því að það eru þó nokkur herbergi sem eru að koma inn til okkar í dag þá þurftum við svolítið að sitja um gestina sem fóru þannig að ég byrjaði að þrífa klukkan 4.“ Hún segir þá sem mega vinna í dag vera í kapphlaupi við tímann við það að ná að sinna öllu. Þá hafi hótelið undirbúið gesti sína vel undir verkfallsdaginn og látið þá vita af því að það yrði skert þjónusta í dag. Auk þess var lokað fyrir bókanir á hótelinu þegar ljóst var að það stefndi í verkfall og standa því 40 af 235 herbergjum hótelsins laus.En hvað er tekjutap hótelsins mikið vegna verkfallanna? „Ég hef ekki tekið það saman en við erum líka búin að loka fimmtudeginum og föstudeginum í næstu viku því við getum heldur ekki annað því ef það kemur mikið meira inn þá. Þannig að við bara vonumst til þess að þetta leysist sem allra fyrst.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir að það muni um það þegar 2/3 af starfsmönnum hótelsins séu ekki í vinnu eins og nú er vegna verkfalls VR og Eflingar. Hún segir mjög stífar reglur varðandi það hverjir megi sinna störfum þeirra sem séu í verkfalli og hótelið vilji að sjálfsögðu fara eftir bókinni varðandi það allt. „Þetta verður að ganga. Það munar aldeilis um það þegar tveir þriðju af starfsmönnunum eru ekki í vinnu þannig að við finnum fyrir því,“ sagði Ingibjörg í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi, fréttamann, í beinni útsendingu á Vísi núna upp úr klukkan 11. Spurð út í það hvaða störfum hún hafi verið að sinna síðan verkfallið skall á á miðnætti segir Ingibjörg að það hafi verið ósköp rólegt fram undir klukkan fjögur. „En af því að það eru þó nokkur herbergi sem eru að koma inn til okkar í dag þá þurftum við svolítið að sitja um gestina sem fóru þannig að ég byrjaði að þrífa klukkan 4.“ Hún segir þá sem mega vinna í dag vera í kapphlaupi við tímann við það að ná að sinna öllu. Þá hafi hótelið undirbúið gesti sína vel undir verkfallsdaginn og látið þá vita af því að það yrði skert þjónusta í dag. Auk þess var lokað fyrir bókanir á hótelinu þegar ljóst var að það stefndi í verkfall og standa því 40 af 235 herbergjum hótelsins laus.En hvað er tekjutap hótelsins mikið vegna verkfallanna? „Ég hef ekki tekið það saman en við erum líka búin að loka fimmtudeginum og föstudeginum í næstu viku því við getum heldur ekki annað því ef það kemur mikið meira inn þá. Þannig að við bara vonumst til þess að þetta leysist sem allra fyrst.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05