Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 10:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist leyfa sér að vona að ekki þurfi að blása til verkfalla í næstu viku líkt og áætlað er. Verkfallið í dag hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. Þá segist Ragnar bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega og gerir ráð fyrir að fundað verði stíft næstu daga. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Ragnar í beinni útsendingu á Vísi í húsakynnum VR skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Verkfall um tvö þúsund félagsmanna VR og Eflingar hófst á miðnætti og stendur í sólarhring. Ragnar segist bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega. Það séu vissulega alltaf vonbrigði að þurfa að fara í „átakaferli“ á borð við verkfall en viðræður haldi áfram. „Það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Ekkert alvarlegt hefur komið upp á það sem af er þessum fyrsta verkfallsdegi VR í 31 ár, að sögn Ragnars. „Allavega engir pústrar og engin átök.“ Þá hafi verkfallsvörðum verið tekið vel þar sem þeir hafa komið.Ekki búið að boða formlega til fundar í dag Aðspurður segir Ragnar að dagurinn í dag snúist að mestu leyti um að vinna að málum sem komu út úr viðræðunum í gær. Ragnar segist þó ekki mega tjá sig um efni þeirra en verið sé að vinna kröfugerðina og teikna upp mögulegar lausnir. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort stutt sé á milli samningsaðila í kjaraviðræðunum. „Ég get ekki svarað neinu um það. Við megum ekki tjá okkur um stöðuna eins og hún er núna. […] En við erum að reyna að nálgast þetta lausnamiðað.“ Aðspurður segir Ragnar að ekki sé búið að boða formlega til fundar í dag en býst við því að fundað verði stíft næstu daga. Þá hefur VR verið í óformlegu sambandi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðanna. Um áframhaldandi verkfallsaðgerðir segir Kjartan að samtöl séu í góðum farvegi. Þá vonast hann til þess að ekki þurfi að efna til verkfalla í næstu viku, líkt og áætlað er á fimmtudag og föstudag. „Ég leyfi mér að vona ekki.“Greint er ítarlega frá framvindu dagsins í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist leyfa sér að vona að ekki þurfi að blása til verkfalla í næstu viku líkt og áætlað er. Verkfallið í dag hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. Þá segist Ragnar bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega og gerir ráð fyrir að fundað verði stíft næstu daga. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Ragnar í beinni útsendingu á Vísi í húsakynnum VR skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Verkfall um tvö þúsund félagsmanna VR og Eflingar hófst á miðnætti og stendur í sólarhring. Ragnar segist bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega. Það séu vissulega alltaf vonbrigði að þurfa að fara í „átakaferli“ á borð við verkfall en viðræður haldi áfram. „Það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Ekkert alvarlegt hefur komið upp á það sem af er þessum fyrsta verkfallsdegi VR í 31 ár, að sögn Ragnars. „Allavega engir pústrar og engin átök.“ Þá hafi verkfallsvörðum verið tekið vel þar sem þeir hafa komið.Ekki búið að boða formlega til fundar í dag Aðspurður segir Ragnar að dagurinn í dag snúist að mestu leyti um að vinna að málum sem komu út úr viðræðunum í gær. Ragnar segist þó ekki mega tjá sig um efni þeirra en verið sé að vinna kröfugerðina og teikna upp mögulegar lausnir. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort stutt sé á milli samningsaðila í kjaraviðræðunum. „Ég get ekki svarað neinu um það. Við megum ekki tjá okkur um stöðuna eins og hún er núna. […] En við erum að reyna að nálgast þetta lausnamiðað.“ Aðspurður segir Ragnar að ekki sé búið að boða formlega til fundar í dag en býst við því að fundað verði stíft næstu daga. Þá hefur VR verið í óformlegu sambandi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðanna. Um áframhaldandi verkfallsaðgerðir segir Kjartan að samtöl séu í góðum farvegi. Þá vonast hann til þess að ekki þurfi að efna til verkfalla í næstu viku, líkt og áætlað er á fimmtudag og föstudag. „Ég leyfi mér að vona ekki.“Greint er ítarlega frá framvindu dagsins í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05