Paul Pogba: Þeir vilja örugglega sýna sig á móti heimsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 16:00 Paul Pogba í leik á móti Íslandi í vináttulandsleik í fyrra. Getty/Jean Catuffe Heimsmeistarar Frakka eru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM 2020 og hefja leik í kvöld. Það eru átta mánuðir síðan að Frakkar lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu og það gekk síðan ekki nógu vel hjá þeim í Þjóðadeildinni. Paul Pogba mætti á blaðamannafund í gær fyrir leiki á móti Moldóvu og svo Íslandi í París eftir aðeins þrjá daga. Frakkar spila í Moldóvu í kvöld.Paul Pogba says France must put World Cup victory behind them: https://t.co/1Fvfcb7LlV — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019„Eftir að þú vinnur svona stóran titil þá er erfitt að ná sér tilfinningalega og andlega,“ sagði Paul Pogba en Frakkar urðu í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni þar sem Hollendingar fóru í úrslitin. Frakkar höfðu endaði í öðru sæti á EM 2016 en tóku síðan gullið á HM 2018. „Það er okkar starf að sýna fagmennsku og við viljum vinna riðilinn og komast á EM,“ sagði Pogba en auk Frakka, Moldóva og Íslendinga eru í riðlinum Tyrkland, Albanía og Andorra.France ready to do their job in Moldova, says Pogbahttps://t.co/6ri8b2SBHBpic.twitter.com/PZnpBwTWTY — The Star (@staronline) March 20, 2019Moldóvar hafa ekki unnið keppnisleik síðan 2013 og það búast allir við sigri Frakka í kvöld þótt þeir séu á útivelli. Pogba segir að franska liðið þurfi samt að passa sig. Pogba minnti síðan aðeins á Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. „Þeir eru að fara að spila á móti heimsmeisturunum og vilja örugglega sýna sig. Ef einhverjir halda að þessi leikur sé unninn fyrir fram þá ætti hinn sami að skoða tölfræðina. Í síðustu átta heimaleikjum sínum hafa þeir aldrei tapað með meiru en tveimur mörkum,“ sagði Pogba. „Við þurfum að halda einbeitingunni og taka á þessu verkefni af fullri alvöru. Við erum mættir til að vinna leikinn en erum ekki að hugsa að hann sé þegar unninn,“ sagði Pogba. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Heimsmeistarar Frakka eru í riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM 2020 og hefja leik í kvöld. Það eru átta mánuðir síðan að Frakkar lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu og það gekk síðan ekki nógu vel hjá þeim í Þjóðadeildinni. Paul Pogba mætti á blaðamannafund í gær fyrir leiki á móti Moldóvu og svo Íslandi í París eftir aðeins þrjá daga. Frakkar spila í Moldóvu í kvöld.Paul Pogba says France must put World Cup victory behind them: https://t.co/1Fvfcb7LlV — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019„Eftir að þú vinnur svona stóran titil þá er erfitt að ná sér tilfinningalega og andlega,“ sagði Paul Pogba en Frakkar urðu í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni þar sem Hollendingar fóru í úrslitin. Frakkar höfðu endaði í öðru sæti á EM 2016 en tóku síðan gullið á HM 2018. „Það er okkar starf að sýna fagmennsku og við viljum vinna riðilinn og komast á EM,“ sagði Pogba en auk Frakka, Moldóva og Íslendinga eru í riðlinum Tyrkland, Albanía og Andorra.France ready to do their job in Moldova, says Pogbahttps://t.co/6ri8b2SBHBpic.twitter.com/PZnpBwTWTY — The Star (@staronline) March 20, 2019Moldóvar hafa ekki unnið keppnisleik síðan 2013 og það búast allir við sigri Frakka í kvöld þótt þeir séu á útivelli. Pogba segir að franska liðið þurfi samt að passa sig. Pogba minnti síðan aðeins á Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. „Þeir eru að fara að spila á móti heimsmeisturunum og vilja örugglega sýna sig. Ef einhverjir halda að þessi leikur sé unninn fyrir fram þá ætti hinn sami að skoða tölfræðina. Í síðustu átta heimaleikjum sínum hafa þeir aldrei tapað með meiru en tveimur mörkum,“ sagði Pogba. „Við þurfum að halda einbeitingunni og taka á þessu verkefni af fullri alvöru. Við erum mættir til að vinna leikinn en erum ekki að hugsa að hann sé þegar unninn,“ sagði Pogba.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira