Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 06:41 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) ásamt fulltrúum SAF á BSÍ í morgunsárið. Vísir/Jóhann K. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11