Borche: Efast ekki um að þeir hafi tekið rétta ákvörðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2019 21:23 Borche var ánægður með margt í leik ÍR en svekktur með tapið í Ljónagryfjunni. vísir/andri marinó „Hvert einasta tap er erfitt. Sérstaklega þetta þegar úrslitin ráðast á einni sókn undir lokin. Þetta er blóðugt. Við ákváðum að spila 3-2 svæðisvörn í lokasókn Njarðvíkur en Elvar [Már Friðriksson] setti niður stórt skot. Svona er þetta,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir tapið nauma fyrir Njarðvík í kvöld. „Í síðustu sókn okkar fékk Hákon [Örn Hjálmarsson] opið skot en það geigaði. Í næsta leik þurfum við væntanlega að spila án Kevins.“ Borche vísaði þar til Kevins Capers sem var hent út úr húsi undir lok 3. leikhluta fyrir að slá til Jóns Arnórs Sverrissonar. Borche segist ekki hafa séð atvikið en setti ekki út á dóminn. „Ég sá þetta eiginlega ekki. Ég sá Jón Arnór bara detta og svo þegar dómararnir ráku Kevin út af. Þeir studdust við myndband og sáu þetta betur. Ég efast ekki um að þeir hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Borche. Capers er að öllum líkindum á leiðinni í bann vegna brotsins. En geta ÍR-ingar spjarað sig án hans? „Allir aðrir þurfa að spila af tvöföldum krafti. Það er eina lausnin,“ sagði Borche sem spilaði með svæðisvörn stóran hluta leiksins í kvöld. „Ég var ánægður með hana á köflum en svo datt hún niður. Það er ekki hægt að spila fullkominn leik og þegar uppi var staðið gerðum við fleiri mistök en Njarðvík.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 76-71 | Njarðvík hafði betur í naglbít í Ljónagryfjunni Njarðvík hafði betur í æsispennandi leik gegn ÍR í fyrsta leik liðanna í rimmu þeirra í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla 21. mars 2019 21:45 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
„Hvert einasta tap er erfitt. Sérstaklega þetta þegar úrslitin ráðast á einni sókn undir lokin. Þetta er blóðugt. Við ákváðum að spila 3-2 svæðisvörn í lokasókn Njarðvíkur en Elvar [Már Friðriksson] setti niður stórt skot. Svona er þetta,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir tapið nauma fyrir Njarðvík í kvöld. „Í síðustu sókn okkar fékk Hákon [Örn Hjálmarsson] opið skot en það geigaði. Í næsta leik þurfum við væntanlega að spila án Kevins.“ Borche vísaði þar til Kevins Capers sem var hent út úr húsi undir lok 3. leikhluta fyrir að slá til Jóns Arnórs Sverrissonar. Borche segist ekki hafa séð atvikið en setti ekki út á dóminn. „Ég sá þetta eiginlega ekki. Ég sá Jón Arnór bara detta og svo þegar dómararnir ráku Kevin út af. Þeir studdust við myndband og sáu þetta betur. Ég efast ekki um að þeir hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Borche. Capers er að öllum líkindum á leiðinni í bann vegna brotsins. En geta ÍR-ingar spjarað sig án hans? „Allir aðrir þurfa að spila af tvöföldum krafti. Það er eina lausnin,“ sagði Borche sem spilaði með svæðisvörn stóran hluta leiksins í kvöld. „Ég var ánægður með hana á köflum en svo datt hún niður. Það er ekki hægt að spila fullkominn leik og þegar uppi var staðið gerðum við fleiri mistök en Njarðvík.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 76-71 | Njarðvík hafði betur í naglbít í Ljónagryfjunni Njarðvík hafði betur í æsispennandi leik gegn ÍR í fyrsta leik liðanna í rimmu þeirra í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla 21. mars 2019 21:45 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - ÍR 76-71 | Njarðvík hafði betur í naglbít í Ljónagryfjunni Njarðvík hafði betur í æsispennandi leik gegn ÍR í fyrsta leik liðanna í rimmu þeirra í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla 21. mars 2019 21:45