Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 16:11 Ingibjörg Saga Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu. Fréttablaðið/Eyþór Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31