Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Sighvatur Jónsson skrifar 21. mars 2019 12:15 Samninganefnd atvinnurekenda við upphaf fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Visir/Vilhelm Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira