Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 11:07 Bæjarstjórnin ætlar að láta íbúa og skólasamfélagið njóta vafans. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í gær að framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði sveitarfélagsins með tilliti til rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar. Um er að ræða alla grunnskóla og leikskóla sveitarfélagsins en ef fram kom merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verður strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. „Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um málið. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi þessa úttekt gerða vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um þessi mál að undanförnu þar sem rakaskemmdir hafa fundist í hverjum skólanum á höfuðborgarsvæðinu á fætur öðrum. Foreldrar í Mosfellsbæ höfðu lýst yfir áhyggjum um stöðu mála. „Við viljum vera hundrað prósent viss um að okkar skólahús séu í lagi. Við látum fólkið og skólasamfélagið njóta vafans,“ segir Haraldur. Heilmikil umræða hefur verið um Varmárskóla undanfarið en Efla hafði áður framkvæmt skoðanir á húsnæði skólans sem leiddi í ljós örveruvöxt á þremur afmörkuðum stöðum sem ráðist var í úrbætur á. Engu að síður ætlar bærinn að gera frekari úttekt á Varmárskóla ásamt hinum grunnskólum bæjarins og leikskólum. Mosfellsbær Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í gær að framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði sveitarfélagsins með tilliti til rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar. Um er að ræða alla grunnskóla og leikskóla sveitarfélagsins en ef fram kom merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verður strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. „Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um málið. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi þessa úttekt gerða vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um þessi mál að undanförnu þar sem rakaskemmdir hafa fundist í hverjum skólanum á höfuðborgarsvæðinu á fætur öðrum. Foreldrar í Mosfellsbæ höfðu lýst yfir áhyggjum um stöðu mála. „Við viljum vera hundrað prósent viss um að okkar skólahús séu í lagi. Við látum fólkið og skólasamfélagið njóta vafans,“ segir Haraldur. Heilmikil umræða hefur verið um Varmárskóla undanfarið en Efla hafði áður framkvæmt skoðanir á húsnæði skólans sem leiddi í ljós örveruvöxt á þremur afmörkuðum stöðum sem ráðist var í úrbætur á. Engu að síður ætlar bærinn að gera frekari úttekt á Varmárskóla ásamt hinum grunnskólum bæjarins og leikskólum.
Mosfellsbær Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira