Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:38 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður LÍV. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. Það hafi átt eftir að ræða stóra þáttinn sem sé launaliðurinn og fá niðurstöðu í það atriði. LÍV sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í morgun og sagði Guðbrandur Einarsson í kjölfarið af sér sem formaður. Hann vandaði VR ekki kveðjurnar í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag og kvaðst efast um að raunverulegur vilji væri hjá forsvarsmönnum félagsins að ná samningi. „Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ sagði Guðbrandur við fréttastofu auk þess sem hann sagði sambandið einnig vera að ná fram leiðréttingu á launatöflunni.Launaliðurinn eftir og það sé stóra málið Ragnar Þór segir í samtali við Vísi að það sé ekki það sama, launaliðurinn og launataflan. Leiðrétting á launatöflu sé ekki það sama og launahækkanir. Þá segir hann málið snúast um svo miklu meira en kjarasamninginn. „Við erum með kröfur sem snúa að kerfisbreytingum í okkar samfélagi og þá vísa ég á stjórnvöld. Þetta snýst um svo miklu meira en kjarasamninginn eingöngu. Auðvitað var Landssambandið kannski komið lengra en önnur félög varðandi kjarasamningagerð og margt ágætt sem þar var unnið. En það sem var alveg eftir að ræða og átti eftir að fá niðurstöðu í það var launaliðurinn. Það er stóra málið,“ segir Ragnar Þór. Málið strandi því meira og minna á launaliðnum. „Og þessari kröfu SA að skerða réttindi vinnandi fólks með að lengja dagvinnutímabil og uppgjörstímabil á yfirvinnunni. Þetta er hlutur sem var ekki heldur búið að fullræða innan Landssambandsins. Ég get alveg tekið undir það með Guðbrandi að það voru margir álitlegir hlutir sem var búið að vinna en ég er ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi.“ Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness við SA á morgun. Aðspurður hvort hann eigi von á því að nýtt tilboð komi frá SA segist Ragnar því miður ekki eiga von á því.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09
„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45