Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:45 Tæplega þúsund myndu taka þátt i aðgerðum VR. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit viðræðum sínum við SA í gær og Starfsgreinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herðum SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Staðan er okkur í VR mjög þungbær. Það er erfitt að vera í átakaferli til að reyna að þrýsta mönnum að samningaborðinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna í kjaramálunum. Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. Lokatilraun til að afstýra verkfallinu verður gerð hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar segir að ekki sé tilefni til bjartsýni um árangur þess fundar. Hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SA um hvað þyrfti að gerast til að aðilar settust niður og forðuðu þessu frá átökum. „Þeir eru bara ekki tilbúnir til að hreyfa sig. Þeir ætla sér ekki að semja við verkalýðshreyfinguna heldur fara í stríð.“ Samflot iðnaðarmanna sleit viðræðum sínum við SA í gær og Starfsgreinasambandið í fyrradag. „Þetta erum ekki bara við sem erum að lenda á þessum vegg hjá SA heldur öll verkalýðshreyfingin. Þannig að þessi forysta SA er að stórskaða hér samfélagið algjörlega að óþörfu og af mikilli óbilgirni,“ segir hann. Ragnar Þór segir málin vitanlega leysast að lokum. Mikill vilji sé til staðar við borðið nema á einum stað. „Þetta er alfarið mál sem er á herðum SA að leysa. Við erum búin að nálgast þá með margvíslegum hætti með möguleika á lausnum. Mér finnst stjórnvöld hafa verið mjög lausnamiðuð í þessu en SA hafa verið algjörlega föst fyrir að bjóða upp á kaupmáttarrýrnun og stórkostlega skerðingu á réttindum okkar,“ segir Ragnar Þór, formaður VR.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira