Innlent

Vara við svikahröppum sem nýta sér gjaldþrot WOW air

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tekið er skýrt fram að umræddir aðilar eru ekki á vegum Valitor.
Tekið er skýrt fram að umræddir aðilar eru ekki á vegum Valitor. Vísir/vilhelm
Kortafyrirtækið Valitor varar fólk við svikahröppum sem hringja nú í tengslum við endurgreiðslu á flugmiðum með flugfélaginu WOW air, sem varð gjaldþrota í vikunni. Greint er frá þessu á vef Valitor.

„Valitor hefur fengið spurnir af því að hringt hafi verið í fólk í nafni Valitor og beðið um kortaupplýsingar, að sögn til að flýta fyrir endurkröfuferli,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Tekið er skýrt fram að umræddir aðilar eru ekki á vegum Valitor en að öllum líkindum er um „sviksamlegt atferli“ að ræða. Þá ítrekar Valitor við korthafa sína að gefa ekki upp kortaupplýsingar sínar við óviðkomandi aðila sem óska eftir þeim í gegnum síma. 


Tengdar fréttir

Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR

Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×