Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:00 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. Umræða um vinnutímabreytingar sé nokkurn veginn úr vegi. Fundur stóð enn yfir hjá Eflingu, VR og fjögurra annarra stéttarfélaga með Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum en hann hófst í hádeginu. „Það er búið að vinna stíft og báðir aðilar eru að vinna greiningarvinnu út af fyrir sig og þess á milli er verið að funda og það er samtal í gangi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það hafi steytt á umræðunni um launaliðinn. „Það hefur líka steytt á umræðu um vinnutímabreytingar. Nú, annar af þessum ásteytingarsteinum sýnist mér að sé nokkurn veginn úr vegi en það er verið að ræða launaliðinn mjög stíft,“ segir Viðar. Að óbreyttu hefjast svokölluð háannatímaverkföll hjá bílstjórum almenningsvagna Kynnisferða í fyrramálið en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórar leggja niður störf frá klukkan sjö til níu í fyrramálið og aftur frá klukkan fjögur til sex síðdegis. „Það [verkfallið] mun fara fram og ekkert sem bendir til annars. Okkar áætlun um sólarhringsverkföll á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, hún stendur enn og við biðjum okkar félagsmenn að vera í startholum að framfylgja þeirri aðgerð en að sjálfsögðu er aldrei að vita hvað getur gerst í viðræðunum.“ Hann býst við því að fundað verði fram á kvöld. „Ég er allavega ekki að fara heim í kvöldmat.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. Umræða um vinnutímabreytingar sé nokkurn veginn úr vegi. Fundur stóð enn yfir hjá Eflingu, VR og fjögurra annarra stéttarfélaga með Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum en hann hófst í hádeginu. „Það er búið að vinna stíft og báðir aðilar eru að vinna greiningarvinnu út af fyrir sig og þess á milli er verið að funda og það er samtal í gangi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það hafi steytt á umræðunni um launaliðinn. „Það hefur líka steytt á umræðu um vinnutímabreytingar. Nú, annar af þessum ásteytingarsteinum sýnist mér að sé nokkurn veginn úr vegi en það er verið að ræða launaliðinn mjög stíft,“ segir Viðar. Að óbreyttu hefjast svokölluð háannatímaverkföll hjá bílstjórum almenningsvagna Kynnisferða í fyrramálið en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórar leggja niður störf frá klukkan sjö til níu í fyrramálið og aftur frá klukkan fjögur til sex síðdegis. „Það [verkfallið] mun fara fram og ekkert sem bendir til annars. Okkar áætlun um sólarhringsverkföll á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, hún stendur enn og við biðjum okkar félagsmenn að vera í startholum að framfylgja þeirri aðgerð en að sjálfsögðu er aldrei að vita hvað getur gerst í viðræðunum.“ Hann býst við því að fundað verði fram á kvöld. „Ég er allavega ekki að fara heim í kvöldmat.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42
Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21
Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15