Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 12:15 Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira