„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2019 19:22 Vilhjálmur Birgisson sést hér fremstur á mynd í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. Formaður VLFA segist bjartsýnn á framhaldið en segir stöðuna þó viðkvæma. Aftur verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Við erum að tala saman og á meðan við erum að tala saman þá eru hlutirnir betri en þegar við töluðum ekki saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, í samtali við Vísi, inntur eftir því hvernig fundurinn í dag hafi gengið. Hann vill þó ekki greina frá því sem rætt var á fundinum. Fundur félaganna og SA hófst klukkan tíu í morgun og lauk eins og áður sagði um klukkan 18, en fyrst stóð til að fundi yrði slitið klukkan 17. Vilhjálmur segir að áfram verði fundað á morgun, fyrst hefjast vinnufundir félaganna í fyrramálið og um hádegisbil verður sest niður með SA hjá ríkissáttasemjara.Ertu bjartsýnn á framhaldið?„Ég ætla að leyfa mér, á meðan við erum að tala saman og að leita leiða, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm.“ Ef fundir stéttarfélaganna sex og SA skila ekki árangri verður blásið til verkfalla á þriðjudag. Boðuðum verkföllum Eflingar og VR, sem hefjast áttu á fimmtudag og standa yfir í tvo sólarhringa, var frestað í byrjun vikunnar og þá tilkynnt að gerð yrði atlaga að samkomulagi nú um helgina. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. Formaður VLFA segist bjartsýnn á framhaldið en segir stöðuna þó viðkvæma. Aftur verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Við erum að tala saman og á meðan við erum að tala saman þá eru hlutirnir betri en þegar við töluðum ekki saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, í samtali við Vísi, inntur eftir því hvernig fundurinn í dag hafi gengið. Hann vill þó ekki greina frá því sem rætt var á fundinum. Fundur félaganna og SA hófst klukkan tíu í morgun og lauk eins og áður sagði um klukkan 18, en fyrst stóð til að fundi yrði slitið klukkan 17. Vilhjálmur segir að áfram verði fundað á morgun, fyrst hefjast vinnufundir félaganna í fyrramálið og um hádegisbil verður sest niður með SA hjá ríkissáttasemjara.Ertu bjartsýnn á framhaldið?„Ég ætla að leyfa mér, á meðan við erum að tala saman og að leita leiða, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm.“ Ef fundir stéttarfélaganna sex og SA skila ekki árangri verður blásið til verkfalla á þriðjudag. Boðuðum verkföllum Eflingar og VR, sem hefjast áttu á fimmtudag og standa yfir í tvo sólarhringa, var frestað í byrjun vikunnar og þá tilkynnt að gerð yrði atlaga að samkomulagi nú um helgina.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39