Segir mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsóknarferli stendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 12:54 Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun
Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira