Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. mars 2019 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býst við því að framhaldið muni skýrast um helgina. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjudag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. „Við erum bara að vinna í þessu en það er svo sem ekkert hægt að segja til um hvernig það endar eða hvernig það gengur. Þetta er mál í vinnslu en við gerum okkar allra besta til að reyna að lenda þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðu kjaraviðræðna. Samtök atvinnulífsins (SA) og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Áfram ríkir trúnaður um innihald viðræðnanna en aðilar munu hittast aftur í dag og einnig er fyrirhugaður fundur á morgun. Þriggja sólarhringa verkfall félagsmanna VR og Eflingar á hótelum og hjá rútufyrirtækjum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Það er því ljóst að mikið er undir um helgina. „Þetta tekur ekkert lengri tíma að komast að niðurstöðu um hvort við séum að landa þessu eða ekki. Við þurfum ekkert lengri tíma en helgina í það,“ segir Ragnar Þór. Hann segist jafnvel geta trúað því að mál fari að skýrast eitthvað í dag en upp á sunnudaginn sé að hlaupa. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins (SGS) funduðu einnig með SA í gær. Fundurinn sem var boðaður af ríkissáttasemjara stóð í tæpa klukkustund. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Hann segist hafa hitt ýmsa félaga sína í stéttarfélögunum sex við kaffivélina hjá ríkissáttasemjara. „Vonandi gengur þeim sem allra, allra best.“ Drög að aðgerðaáætlun SGS verða rædd í trúnaðarráðum aðildarfélaganna um helgina. Flosi segir að í framhaldinu verði tekin afstaða til næstu skrefa. Næstkomandi mánudag rennur út gildistími fjölmargra kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir aðildarfélög sambandsins byrjuð að hitta viðsemjendur en viðræðurnar séu þó rétt að hefjast. Aðspurð segir hún að niðurstöður samninga á almennum vinnumarkaði muni hafa einhver áhrif á viðræður. „Viðsemjendur okkar eru í það minnsta að bíða eftir þeirri niðurstöðu en aðildarfélög BHM eru alveg tilbúin að hefja kjaraviðræður.“ VR kemur til móts við starfsmenn WOW Stjórn VR ætlar lána þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW fjárhæð sambærilega þeirri sem þeir fengju úr Ábyrgðasjóði launa vegna marsmánaðar. Ragnar Þór Ingólfsson segir að annars yrði þetta fólk launalaust nú um mánaðamótin. „Þetta er þröng staða sem fólk er sett í með mjög stuttum fyrirvara.“ VR fundaði í gær með þessu fólki og var þar farið yfir málin. Ragnar Þór hrósar starfsfólki VR sérstaklega fyrir að hafa unnið hratt og vel að þessu. „Ég held það fari nú margir aðeins léttari inn í helgina svona eins og hægt er miðað við aðstæður.“ Þá brýnir hann fyrir fjármálafyrirtækjum, leigusölum og innheimtufyrirtækjum að taka tillit til aðstæðna. „Það er mikilvægt að þessir aðilar vinni nú með fólki sem lendir í þessari stöðu en ekki á móti því.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira