Kór Ingu Sæland til að létta andann á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 30. mars 2019 07:45 Ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með, segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þingkórinn. Fréttablaðið/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira