Óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE í Landsréttarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 12:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við Sigríði Á. Andersen sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í mars. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á dómi MDE í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Dómur í Landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi, féll þann 12. mars síðastliðinn. Í málinu komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögleg. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þurfti að taka vegna dómsins. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu að síðustu vikur hafi mismunandi fletir „þessa mikilvæga máls“ verið skoðaðir. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir ráðherra. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/Vilhelm Þá sé það einnig mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins, að höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmann og sérfræðing í mannréttindum og réttarfari, að leita eigi endurskoðunar á dómi MDE enda veki málið upp „veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu.“ Í tilkynningu segir jafnframt að líkur standi til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. „Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum,“ segir í tilkynningu. Landsréttur hefur ekki starfað af fullum krafti eftir dóminn. Töluverð óvissa hefur ríkt í aðdraganda málskotsins til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15 Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Íslenska ríkið mun óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á dómi MDE í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Dómur í Landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi, féll þann 12. mars síðastliðinn. Í málinu komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögleg. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þurfti að taka vegna dómsins. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu að síðustu vikur hafi mismunandi fletir „þessa mikilvæga máls“ verið skoðaðir. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir ráðherra. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/Vilhelm Þá sé það einnig mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins, að höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmann og sérfræðing í mannréttindum og réttarfari, að leita eigi endurskoðunar á dómi MDE enda veki málið upp „veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu.“ Í tilkynningu segir jafnframt að líkur standi til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. „Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum,“ segir í tilkynningu. Landsréttur hefur ekki starfað af fullum krafti eftir dóminn. Töluverð óvissa hefur ríkt í aðdraganda málskotsins til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15 Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15
Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30
Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45