Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37
Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent