Allt að 120 milljónir til verkefna í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð Heimsljós kynnir 9. apríl 2019 10:45 Frá Úganda. gunnisal Utanríkisráðuneytið ætlar að verja allt að 120 milljónum króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála í gegnum félagasamtök. Umsóknarfrestur um verkefnin er til 20. maí og niðurstöður um úthlutun fjár til verkefna ættu að liggja fyrir í júlí. Tiltölulega fá íslensk félagasamtök eru virk í alþjóðlegu starfi á þessum sviðum en utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum kallað eftir þátttöku fleiri samstarfsaðila, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið. Að auki auglýsir ráðuneytið styrki til fræðslu- og kynningarverkefna félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Allt að tvær milljónir króna eru til úthlutunar að þessu sinni og styrkupphæðin getur numið allt að 80% heildarkostnaðar. Til þróunarsamvinnuverkefna er heimilt að veita styrki til sama verkefnis að hámarki í fjögur ár og styrkupphæðir til slíkra verkefna geta numið allt að 80% heildarkostnaðar. Að þessu sinni eru til úthlutunar allt að 70 milljónir króna. Til mannúðarverkefna eru framlög veitt í samræmi við alþjóðleg neyðarköll og í þeim tilvikum getur styrkupphæð numið allt að 95% heildarkostnaðar. Að þessu sinni eru til úthlutunar 50 milljónir króna, en þar af er 31,5 milljón króna eyrnamerkt til verkefna sem tengjast Sýrlandi, annars vegar verkefni í samræmi við neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum(OCHA) eða viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Styrkupphæð getur numið allt að 95% af heildarkostnaði mannúðarverkefna. Ítarlegar upplýsingar um framlögin, mat á umsóknum, styrkhæfni félagasamtaka og önnur atriði sem fram þurfa að koma þegar sótt um styrkina er að finna á vef utanríkisráðuneytisins undir flokknum „Samstarf við borgarasamtök“. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, eftir því sem við á, og einum fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent
Utanríkisráðuneytið ætlar að verja allt að 120 milljónum króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála í gegnum félagasamtök. Umsóknarfrestur um verkefnin er til 20. maí og niðurstöður um úthlutun fjár til verkefna ættu að liggja fyrir í júlí. Tiltölulega fá íslensk félagasamtök eru virk í alþjóðlegu starfi á þessum sviðum en utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum kallað eftir þátttöku fleiri samstarfsaðila, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið. Að auki auglýsir ráðuneytið styrki til fræðslu- og kynningarverkefna félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Allt að tvær milljónir króna eru til úthlutunar að þessu sinni og styrkupphæðin getur numið allt að 80% heildarkostnaðar. Til þróunarsamvinnuverkefna er heimilt að veita styrki til sama verkefnis að hámarki í fjögur ár og styrkupphæðir til slíkra verkefna geta numið allt að 80% heildarkostnaðar. Að þessu sinni eru til úthlutunar allt að 70 milljónir króna. Til mannúðarverkefna eru framlög veitt í samræmi við alþjóðleg neyðarköll og í þeim tilvikum getur styrkupphæð numið allt að 95% heildarkostnaðar. Að þessu sinni eru til úthlutunar 50 milljónir króna, en þar af er 31,5 milljón króna eyrnamerkt til verkefna sem tengjast Sýrlandi, annars vegar verkefni í samræmi við neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum(OCHA) eða viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Styrkupphæð getur numið allt að 95% af heildarkostnaði mannúðarverkefna. Ítarlegar upplýsingar um framlögin, mat á umsóknum, styrkhæfni félagasamtaka og önnur atriði sem fram þurfa að koma þegar sótt um styrkina er að finna á vef utanríkisráðuneytisins undir flokknum „Samstarf við borgarasamtök“. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, eftir því sem við á, og einum fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent