Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 10:12 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar við mótmæli á verkfallsdegi í mars. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“ Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í. Þá segir stéttarfélagið skýringar forsvarsmanna hótelkeðjunnar „yfirklór“ og ekki standast neina skoðun.Vísir greindi frá því í gær að Icelandair hotels hefði dregið laun af starfsmönnum sínum sem eru félagsmenn í Eflingu vegna verkfallsaðgerða stéttarfélagsins dagana 8. og 22. mars, þó þeir hafi ekki verið á vakt umrædda verkfallsdaga. Frádrátturinn á einnig við um þá starfsmenn hótelsins sem eru félagsmenn í VR en samkvæmt heimildum fréttastofu gætir mikillar óánægju meðal starfsfólks vegna málsins. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Icelandair hotels beri að bæta starfsmönnum upp launamissi með dráttarvöxtum og biðja þá jafnframt afsökunar. Áréttað er að greiði hótelkeðjan starfsmönnum sínum ekki umrædd laun verði farið með málið fyrir dóm, líkt og kom fram í frétt Vísis í gær. Þá hafnar Efling alfarið „tilraunum hótelkeðjunnar til að skjóta sér undan ábyrgð á málinu.“ Vísað er í ummæli fulltrúa hótelkeðjunnar, sem hafi hermt upp á starfsmenn að þeir hafi sagst eiga rétt á greiðslum úr vinnusjóði þótt þeir hafi ekki verið við störf umrædda verkfallsdaga. „Slíkt á sér enga stoð í veruleikanum. Efling gaf út ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóðum og þar kemur slíkt hvergi fram. Skýringar hótelsins standast því enga skoðun og eru yfirklór.“Reykjavík Natura er eitt af hótelum Icelandair Hotels.Vísir/VilhelmÞar er líklega vísað í ummæli Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hotels. Hún sagði í samtali við Vísi í gær að fengist hafi staðfest að félagsmenn í verkfalli gætu sótt launagreiðslur fyrir verkfallsdagana í verkfallssjóði sinna stéttarfélagi. Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar í yfirlýsingu að framkoma Icelandair hotels sé svívirðileg. „Það er verið að hafa laun upp á 12-25 þúsund krónur af fólki sem er á lægstu laununum. Það er hreint með ólíkindum að hótelkeðjan skuli grípa til þessara ráðstafana og við munum bregðast við af fullri hörku.“
Icelandair Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín. 8. apríl 2019 17:00