Líkur á að Líkúd verði ekki stærstur en stýri líklega samt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. apríl 2019 06:15 Netanjahú sést hér einn á vinstra plakatinu en Gantz stendur fyrir framan aðra leiðtoga Kahol Lavan á plakatinu til hægri. Nordicphotos/AFP Kosið er til ísraelska þingsins, Knesset, í dag. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra freistar þess að ná fimmta kjörtímabilinu í embætti. Þótt flokkur hans, Líkúd, mælist ekki stærstur benda kannanir til að ríkisstjórnin haldi velli. Annar Benjamín, fyrrverandi hershöfðinginn Benny Gantz, leiðir sameinað framboð frjálslyndra flokka undir nafninu Kahol Lavan. Sex af níu skoðanakönnunum dagana 4. og 5. apríl benda til þess að framboðið fái flest sætiMeðaltal kannana sýnir Kahol Lavan með 30 sæti af 120, Líkúd með 28. Samanlagt mælist hægri blokkin hins vegar með 63 til 66 sæti og vinstri blokkin með 54 til 57 sæti. Ísraelska blaðið Haaretz greindi stöðuna sem svo að úrslitin þyrftu að koma stórkostlega á óvart, og úr samhengi við kannanir og söguna, til þess að hægriflokkarnir myndu ekki ná meirihluta og Gantz tæki við forsætisráðuneytinu. Netanjahú þarf hins vegar að reiða sig á að nokkrir smærri flokkar skríði yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og það gæti mögulega skilað vinstri- og miðjuflokkunum meirihluta. Samkvæmt BBC gæti svo farið að Moshe Feiglin og flokkur hans, Zehut, ráði úrslitum. Feiglin hefur sagt að sér sé alveg sama hvort Netanjahú eða Gantz verður forsætisráðherra. Zehut má flokka til öfgaþjóðernishyggjuflokka. Feiglin hefur til að mynda talað fyrir því að Palestínumenn flytji í burtu af Gasa og Vesturbakkanum og að sýnagóga verði byggð á Musterishæðinni, reit sem bæði múslimar og gyðingar telja einn þann helgasta í heimi. Forsætisráðherrann lofaði því á sunnudag að innlima landtökubyggðir Vesturbakkanum inn í Ísraelsríki ef hann nær endurkjöri. Um 400.000 Gyðingar búa á Vesturbakkanum en um 2,5 milljónir Palestínumanna. Sameinuðu þjóðirnar álíta landtökubyggðirnar ólöglegar. Með loforðinu gerir Netanjahú líklegra að flokkarnir yst á íhaldsvængnum styðji áframhaldandi veru hans í forsætisráðuneytinu. Kosningabaráttan hefur meðal annars einkennst af umræðu um spillingarákærur gegn Netanjahú. Ríkissaksóknari segir að forsætisráðherrann verði ákærður fyrir meinta mútuþægni og fjársvik. Líkúd hefur hins vegar kallað eftir því að Gantz verði einnig rannsakaður fyrir spillingu. Líkúd-liðar telja að fyrirtæki Gantz hafi gert ólöglegan samning við lögreglu. Kahol Lavan hafnar alfarið slíku; Netanjahú sé sá sem standi til að ákæra fyrir spillingu, ekki Gantz. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Kosið er til ísraelska þingsins, Knesset, í dag. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra freistar þess að ná fimmta kjörtímabilinu í embætti. Þótt flokkur hans, Líkúd, mælist ekki stærstur benda kannanir til að ríkisstjórnin haldi velli. Annar Benjamín, fyrrverandi hershöfðinginn Benny Gantz, leiðir sameinað framboð frjálslyndra flokka undir nafninu Kahol Lavan. Sex af níu skoðanakönnunum dagana 4. og 5. apríl benda til þess að framboðið fái flest sætiMeðaltal kannana sýnir Kahol Lavan með 30 sæti af 120, Líkúd með 28. Samanlagt mælist hægri blokkin hins vegar með 63 til 66 sæti og vinstri blokkin með 54 til 57 sæti. Ísraelska blaðið Haaretz greindi stöðuna sem svo að úrslitin þyrftu að koma stórkostlega á óvart, og úr samhengi við kannanir og söguna, til þess að hægriflokkarnir myndu ekki ná meirihluta og Gantz tæki við forsætisráðuneytinu. Netanjahú þarf hins vegar að reiða sig á að nokkrir smærri flokkar skríði yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og það gæti mögulega skilað vinstri- og miðjuflokkunum meirihluta. Samkvæmt BBC gæti svo farið að Moshe Feiglin og flokkur hans, Zehut, ráði úrslitum. Feiglin hefur sagt að sér sé alveg sama hvort Netanjahú eða Gantz verður forsætisráðherra. Zehut má flokka til öfgaþjóðernishyggjuflokka. Feiglin hefur til að mynda talað fyrir því að Palestínumenn flytji í burtu af Gasa og Vesturbakkanum og að sýnagóga verði byggð á Musterishæðinni, reit sem bæði múslimar og gyðingar telja einn þann helgasta í heimi. Forsætisráðherrann lofaði því á sunnudag að innlima landtökubyggðir Vesturbakkanum inn í Ísraelsríki ef hann nær endurkjöri. Um 400.000 Gyðingar búa á Vesturbakkanum en um 2,5 milljónir Palestínumanna. Sameinuðu þjóðirnar álíta landtökubyggðirnar ólöglegar. Með loforðinu gerir Netanjahú líklegra að flokkarnir yst á íhaldsvængnum styðji áframhaldandi veru hans í forsætisráðuneytinu. Kosningabaráttan hefur meðal annars einkennst af umræðu um spillingarákærur gegn Netanjahú. Ríkissaksóknari segir að forsætisráðherrann verði ákærður fyrir meinta mútuþægni og fjársvik. Líkúd hefur hins vegar kallað eftir því að Gantz verði einnig rannsakaður fyrir spillingu. Líkúd-liðar telja að fyrirtæki Gantz hafi gert ólöglegan samning við lögreglu. Kahol Lavan hafnar alfarið slíku; Netanjahú sé sá sem standi til að ákæra fyrir spillingu, ekki Gantz.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira