Handbolti

Annað árið í röð dugar það ekki Selfossliðinu að vinna flestu leikina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson hefur spilað stórt hlutverk hjá Selfossliðinu undanfarin tvö tímabil.
Elvar Örn Jónsson hefur spilað stórt hlutverk hjá Selfossliðinu undanfarin tvö tímabil. Vísir/Bára
Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil.

Ekkert félag hefur fengið fleiri stig eða unnið fleiri leik en Selfoss í deildarkeppninni undanfarin tvö ár. Hvorugt tímabilið tókst Selfossliðinu hins vegar að vinna deildarmeistaratitilinn.

Selfoss fékk jafnmörg stig og ÍBV í fyrra en datt niður í annað sætið á innbyrðisviðureignum.

Í ár fékk Selfossliðið jafnmörg stig og Haukar en Haukarnir unnu báða leiki liðanna og fengu þess vegna deildarmeistaratitilinn.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir flesta sigurleiki í síðustu tveimur deildarkeppnum karlanna.



Flestir sigurleikir á tímabilum í Olís deildinni síðan að Patrekur Jóhannesson tók við Selfossliðinu:

2017-18

17 - Selfoss (2. sæti)

16 - ÍBV (1. sæti)

16 - FH (3. sæti)

15 - Valur (4. sæti)

14 - Haukar (5. sæti)

11 - Afturelding (6. sæti)

2018-19

16 - Selfoss (2. sæti)

15 - Haukar (1. sæti)

15 - Valur (3. sæti)

11 - FH (4. sæti)

10 - ÍBV (5. sæti)

9 - Afturelding (6. sæti)

Flestir sigurleikir samtals 2017/18-2018/19

33 - Selfoss

30 - Valur

29 - Haukar

27 - FH

26 - ÍBV

20 - Afturelding




Fleiri fréttir

Sjá meira


×