Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 08:15 Fjölskyldan saman á góðri stund við útskrift hjá Davíð Karli. Jón Þröstur er vinstra megin við hann. Með þeim eru systur þeirra, Þórunn og Anna, og bróðir þeirra, Daníel Örn. Fjölskyldan heldur enn í vonina á erfiðum tímum. „Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
„Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira