Ríkið sýni gott fordæmi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Vitund fólks um loftslagsbreytingar hefur stóraukist á skömmum tíma. Það er mikilvægt hreyfiafl. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á loftslagslögum þar sem gert verður að skyldu að Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og öll fyrirtæki í ríkiseigu setji sér loftslagsstefnu og grípi til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína þannig að þau nái kolefnishlutleysi. Þetta markar tímamót. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum. Síðastliðna mánuði hefur vinna staðið yfir við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og á morgun leggjum við forsætisráðherra hana fyrir ríkisstjórn. Verði loftslagsfrumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Aðlögunaráætlun hefur ekki áður verið unnin fyrir Ísland en á þessu verður nú breyting og málið tekið föstum tökum. Í frumvarpinu er í fyrsta skipti kveðið á um loftslagsráð í lögum og að gerðar skuli vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag. Þær skulu m.a. taka mið af reglulegum úttektarskýrslum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Stóra verkefnið er auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda það sem út af stendur með margvíslegum aðgerðum. Til þess þarf skýr markmið og aðgerðir. Mikilvægum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Nú er sem dæmi skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við allt nýbyggt húsnæði á landinu, kolefnisgjald hefur verið hækkað og Skipulagsstofnun vinnur að viðauka við Landsskipulagsstefnu þar sem flétta á loftslagsmálum inn í skipulag. Meðal stærstu verkefna þessar vikurnar er síðan stofnun Loftslagssjóðs í samvinnu við Rannís, vinna við áætlanir um kolefnisbindingu og nánari útfærsla varðandi orkuskipti í samgöngum. Stjórnvöld hafa tekið loftslagsmálin föstum tökum og svara kalli almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Vitund fólks um loftslagsbreytingar hefur stóraukist á skömmum tíma. Það er mikilvægt hreyfiafl. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á loftslagslögum þar sem gert verður að skyldu að Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og öll fyrirtæki í ríkiseigu setji sér loftslagsstefnu og grípi til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína þannig að þau nái kolefnishlutleysi. Þetta markar tímamót. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum. Síðastliðna mánuði hefur vinna staðið yfir við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og á morgun leggjum við forsætisráðherra hana fyrir ríkisstjórn. Verði loftslagsfrumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Aðlögunaráætlun hefur ekki áður verið unnin fyrir Ísland en á þessu verður nú breyting og málið tekið föstum tökum. Í frumvarpinu er í fyrsta skipti kveðið á um loftslagsráð í lögum og að gerðar skuli vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag. Þær skulu m.a. taka mið af reglulegum úttektarskýrslum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Stóra verkefnið er auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda það sem út af stendur með margvíslegum aðgerðum. Til þess þarf skýr markmið og aðgerðir. Mikilvægum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Nú er sem dæmi skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við allt nýbyggt húsnæði á landinu, kolefnisgjald hefur verið hækkað og Skipulagsstofnun vinnur að viðauka við Landsskipulagsstefnu þar sem flétta á loftslagsmálum inn í skipulag. Meðal stærstu verkefna þessar vikurnar er síðan stofnun Loftslagssjóðs í samvinnu við Rannís, vinna við áætlanir um kolefnisbindingu og nánari útfærsla varðandi orkuskipti í samgöngum. Stjórnvöld hafa tekið loftslagsmálin föstum tökum og svara kalli almennings.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun