Segir sveitarfélögin standa sig misvel Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 19:45 Formaður NPA miðstöðvarinnar segir sveitarfélögin standa sig misvel þegar kemur að útfærslu þjónustunnar, en í sumum tilfellum ráði pólitík því hvernig málum er háttað. Miðstöðin sendi flestum sveitarfélögum kröfur sínar á dögunum. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd á NPA að ákvæðum reglugerðar um Notendastýrða persónulega aðstoð. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að á undanförnum árum hafi verið losaraháttur í framkvæmd á NPA á landsvísu. „En nú er orðið mjög skýrt ýmislegt varðandi það hvernig sveitarfélög og umsýsluaðilar verða að hátta málum í nýrri reglugerð og lögum,“ sagði Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir sveitarfélögin standa sig misvel en þó ráði pólitík því oft hvernig málum sé háttað.Hafa sveitarfélögin ekki verið að standa sig?„Það er mjög misjafnt hvernig þau hafa verið að standa sig. Sum ágætlega, önnur ágætlega á einum stað en verr á öðrum,“ sagði Rúnar Björn. Kröfur miðstöðvarinnar skiptast í fimm liði. Meðal annars er þess krafist að framlög til NPA samninga verði greidd í upphafi hvers mánaðar. Bætt verði við viðbótarframlagi vegna skyldunámskeiða aðstoðarfólks og að vinnuframlag verði metið. „Svona undirliggjandi tónninn er að notendur geti greitt aðstoðarfólki og fengið þá þjónustu sem hefur verið metin og að það sé hægt að greiða fyrir þjónustuna með kjarasamningsbundnum skyldum,“ sagði Rúnar Björn.Hafið þið fengið einhver viðbrögð? „Ekki ennþá, en við væntum þess að heyra eitthvað í næstu eða þar næstu viku vonandi,“ sagði Rúnar Björn. Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Formaður NPA miðstöðvarinnar segir sveitarfélögin standa sig misvel þegar kemur að útfærslu þjónustunnar, en í sumum tilfellum ráði pólitík því hvernig málum er háttað. Miðstöðin sendi flestum sveitarfélögum kröfur sínar á dögunum. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd á NPA að ákvæðum reglugerðar um Notendastýrða persónulega aðstoð. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að á undanförnum árum hafi verið losaraháttur í framkvæmd á NPA á landsvísu. „En nú er orðið mjög skýrt ýmislegt varðandi það hvernig sveitarfélög og umsýsluaðilar verða að hátta málum í nýrri reglugerð og lögum,“ sagði Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir sveitarfélögin standa sig misvel en þó ráði pólitík því oft hvernig málum sé háttað.Hafa sveitarfélögin ekki verið að standa sig?„Það er mjög misjafnt hvernig þau hafa verið að standa sig. Sum ágætlega, önnur ágætlega á einum stað en verr á öðrum,“ sagði Rúnar Björn. Kröfur miðstöðvarinnar skiptast í fimm liði. Meðal annars er þess krafist að framlög til NPA samninga verði greidd í upphafi hvers mánaðar. Bætt verði við viðbótarframlagi vegna skyldunámskeiða aðstoðarfólks og að vinnuframlag verði metið. „Svona undirliggjandi tónninn er að notendur geti greitt aðstoðarfólki og fengið þá þjónustu sem hefur verið metin og að það sé hægt að greiða fyrir þjónustuna með kjarasamningsbundnum skyldum,“ sagði Rúnar Björn.Hafið þið fengið einhver viðbrögð? „Ekki ennþá, en við væntum þess að heyra eitthvað í næstu eða þar næstu viku vonandi,“ sagði Rúnar Björn.
Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira