Forsetaframbjóðendur í lyfjapróf fyrir kappræður Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 16:56 Petró Pórósjenkó forseti Úkraínu hér í miðju lyfjaprófi. EPA/Mikhail Palinchak Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi. Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi.
Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40
Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00