Háreysti í Harare eftir hárkollukaup Andri Eysteinsson skrifar 5. apríl 2019 20:00 Hér má sjá samskonar hárkollur á höfðum dómara í Hong Kong. EPA/YM YIK Fréttaflutningur af hárkollukaupum simbabvesku ríkisstjórnarinnar hefur fallið í grýttan jarðveg meðal stjórnarandstæðinga sem annarra í landinu. Dagblaðið Zimbabwe Independent greindi frá því í vikunni að dómsyfirvöld hafi lagt inn pöntun til fyrirtækisins Stanley Ley í London, sem sérhæfir sig í búnaði fyrir lögmenn og dómara, upp á 64 hárkollur. Heildarverðmæti hárkollanna er talið vera 118 þúsund pund eða 18.3 milljónir króna. Eigandi Stanley Ley, Stanley Ginsburg, staðfesti í samtali við CNN að ríkisstjórnin hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið en sagði að fjöldi hárkollanna sem tilgreindur hafði verið væri rangur. Þrátt fyrir það er almenningur í Simbabve ósáttur við þessi fjárútlát ríkisstjórnar Emmerson Mnangagwa. Fjölmiðlamaðurinn Hopewell Chin‘ono gagnrýndi ákvörðunina á Twitter og spurði hvernig ríkisstjórnin ætli að réttlæta að geta keypt svo dýrar hárkollur á meðan að ekki eru til fjármunir til kaupa á nauðsynjum fyrir ungabörn á sjúkrahúsum landsins.I have argued here that this country sufferers from a catastrophic mismanagement of resources. How do you explain a government allocating US$155,000 for wigs to be bought in England when the same government is failing to buy bandages & betadine for infants in paediatric wards pic.twitter.com/StNch2FKTs — Hopewell Chin'ono (@daddyhope) April 1, 2019 Stanley Ginsburg, eigandi Stanley Ley, sagði í samtalinu við CNN að hárkollan væri til þess fallin að auka virðingu réttarins. „Í dómsmálum er búningurinn mikilvægur, hvað er því að virða hefðir?“ Fjölmörg fyrrum ríkja breska heimsveldisins notast enn við þá bresku hefð að dómarar og lögmenn notist við síðar hvítar hárkollur í dómssal. Þó hafa ýmsir dómstólar til að mynda í Suður-Afríku, Ástralíu og jafnvel í Bretlandi sagt skilið við hárkollurnar.Emmerson Mnangagwa forseti SimbabveGetty/Mikhail Svetlov Simbabve Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Fréttaflutningur af hárkollukaupum simbabvesku ríkisstjórnarinnar hefur fallið í grýttan jarðveg meðal stjórnarandstæðinga sem annarra í landinu. Dagblaðið Zimbabwe Independent greindi frá því í vikunni að dómsyfirvöld hafi lagt inn pöntun til fyrirtækisins Stanley Ley í London, sem sérhæfir sig í búnaði fyrir lögmenn og dómara, upp á 64 hárkollur. Heildarverðmæti hárkollanna er talið vera 118 þúsund pund eða 18.3 milljónir króna. Eigandi Stanley Ley, Stanley Ginsburg, staðfesti í samtali við CNN að ríkisstjórnin hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið en sagði að fjöldi hárkollanna sem tilgreindur hafði verið væri rangur. Þrátt fyrir það er almenningur í Simbabve ósáttur við þessi fjárútlát ríkisstjórnar Emmerson Mnangagwa. Fjölmiðlamaðurinn Hopewell Chin‘ono gagnrýndi ákvörðunina á Twitter og spurði hvernig ríkisstjórnin ætli að réttlæta að geta keypt svo dýrar hárkollur á meðan að ekki eru til fjármunir til kaupa á nauðsynjum fyrir ungabörn á sjúkrahúsum landsins.I have argued here that this country sufferers from a catastrophic mismanagement of resources. How do you explain a government allocating US$155,000 for wigs to be bought in England when the same government is failing to buy bandages & betadine for infants in paediatric wards pic.twitter.com/StNch2FKTs — Hopewell Chin'ono (@daddyhope) April 1, 2019 Stanley Ginsburg, eigandi Stanley Ley, sagði í samtalinu við CNN að hárkollan væri til þess fallin að auka virðingu réttarins. „Í dómsmálum er búningurinn mikilvægur, hvað er því að virða hefðir?“ Fjölmörg fyrrum ríkja breska heimsveldisins notast enn við þá bresku hefð að dómarar og lögmenn notist við síðar hvítar hárkollur í dómssal. Þó hafa ýmsir dómstólar til að mynda í Suður-Afríku, Ástralíu og jafnvel í Bretlandi sagt skilið við hárkollurnar.Emmerson Mnangagwa forseti SimbabveGetty/Mikhail Svetlov
Simbabve Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira