Háreysti í Harare eftir hárkollukaup Andri Eysteinsson skrifar 5. apríl 2019 20:00 Hér má sjá samskonar hárkollur á höfðum dómara í Hong Kong. EPA/YM YIK Fréttaflutningur af hárkollukaupum simbabvesku ríkisstjórnarinnar hefur fallið í grýttan jarðveg meðal stjórnarandstæðinga sem annarra í landinu. Dagblaðið Zimbabwe Independent greindi frá því í vikunni að dómsyfirvöld hafi lagt inn pöntun til fyrirtækisins Stanley Ley í London, sem sérhæfir sig í búnaði fyrir lögmenn og dómara, upp á 64 hárkollur. Heildarverðmæti hárkollanna er talið vera 118 þúsund pund eða 18.3 milljónir króna. Eigandi Stanley Ley, Stanley Ginsburg, staðfesti í samtali við CNN að ríkisstjórnin hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið en sagði að fjöldi hárkollanna sem tilgreindur hafði verið væri rangur. Þrátt fyrir það er almenningur í Simbabve ósáttur við þessi fjárútlát ríkisstjórnar Emmerson Mnangagwa. Fjölmiðlamaðurinn Hopewell Chin‘ono gagnrýndi ákvörðunina á Twitter og spurði hvernig ríkisstjórnin ætli að réttlæta að geta keypt svo dýrar hárkollur á meðan að ekki eru til fjármunir til kaupa á nauðsynjum fyrir ungabörn á sjúkrahúsum landsins.I have argued here that this country sufferers from a catastrophic mismanagement of resources. How do you explain a government allocating US$155,000 for wigs to be bought in England when the same government is failing to buy bandages & betadine for infants in paediatric wards pic.twitter.com/StNch2FKTs — Hopewell Chin'ono (@daddyhope) April 1, 2019 Stanley Ginsburg, eigandi Stanley Ley, sagði í samtalinu við CNN að hárkollan væri til þess fallin að auka virðingu réttarins. „Í dómsmálum er búningurinn mikilvægur, hvað er því að virða hefðir?“ Fjölmörg fyrrum ríkja breska heimsveldisins notast enn við þá bresku hefð að dómarar og lögmenn notist við síðar hvítar hárkollur í dómssal. Þó hafa ýmsir dómstólar til að mynda í Suður-Afríku, Ástralíu og jafnvel í Bretlandi sagt skilið við hárkollurnar.Emmerson Mnangagwa forseti SimbabveGetty/Mikhail Svetlov Simbabve Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Fréttaflutningur af hárkollukaupum simbabvesku ríkisstjórnarinnar hefur fallið í grýttan jarðveg meðal stjórnarandstæðinga sem annarra í landinu. Dagblaðið Zimbabwe Independent greindi frá því í vikunni að dómsyfirvöld hafi lagt inn pöntun til fyrirtækisins Stanley Ley í London, sem sérhæfir sig í búnaði fyrir lögmenn og dómara, upp á 64 hárkollur. Heildarverðmæti hárkollanna er talið vera 118 þúsund pund eða 18.3 milljónir króna. Eigandi Stanley Ley, Stanley Ginsburg, staðfesti í samtali við CNN að ríkisstjórnin hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið en sagði að fjöldi hárkollanna sem tilgreindur hafði verið væri rangur. Þrátt fyrir það er almenningur í Simbabve ósáttur við þessi fjárútlát ríkisstjórnar Emmerson Mnangagwa. Fjölmiðlamaðurinn Hopewell Chin‘ono gagnrýndi ákvörðunina á Twitter og spurði hvernig ríkisstjórnin ætli að réttlæta að geta keypt svo dýrar hárkollur á meðan að ekki eru til fjármunir til kaupa á nauðsynjum fyrir ungabörn á sjúkrahúsum landsins.I have argued here that this country sufferers from a catastrophic mismanagement of resources. How do you explain a government allocating US$155,000 for wigs to be bought in England when the same government is failing to buy bandages & betadine for infants in paediatric wards pic.twitter.com/StNch2FKTs — Hopewell Chin'ono (@daddyhope) April 1, 2019 Stanley Ginsburg, eigandi Stanley Ley, sagði í samtalinu við CNN að hárkollan væri til þess fallin að auka virðingu réttarins. „Í dómsmálum er búningurinn mikilvægur, hvað er því að virða hefðir?“ Fjölmörg fyrrum ríkja breska heimsveldisins notast enn við þá bresku hefð að dómarar og lögmenn notist við síðar hvítar hárkollur í dómssal. Þó hafa ýmsir dómstólar til að mynda í Suður-Afríku, Ástralíu og jafnvel í Bretlandi sagt skilið við hárkollurnar.Emmerson Mnangagwa forseti SimbabveGetty/Mikhail Svetlov
Simbabve Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira