Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 16:45 Kean fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu beitt hann kynþáttaníði. vísir/getty Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira
Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira
Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30
Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00
Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00