Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 6. apríl 2019 16:30 vísir/daníel þór Valur steig fyrsta skrefið í átt Íslandsmeistaratitlinum í dag með sigri á Haukum í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Valur 24-19 en sigurinn kom kannski ekki mikið á óvart en deildarmeistarar Vals unnu Hauka í öllum þremur innbyrðisleikjum liðanna á tímabilinu. Haukar byrjuðu betur en Valsliðið átti erfitt með að skora í upphafi. Valur skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en tæpar 5 mínútur voru búnar af leiknum. Haukar náðu þó ekki að nýta sér bitlausan sóknarleik nægilega vel og komust mest yfir 2-0. Þegar Íris Ásta Pétursdóttir skoraði fyrsta mark Vals var eins og flóðgáttirnar hafi opnast. Valur skoraði næstu fimm mörk leiksins og tóku völdin algjörlega. Díana Dögg Magnúsdóttir dróg vagninn sóknarlega til að byrja með en hún var með 5 mörk úr 5 skotum í fyrri hálfleik. Valsvörnin hélt Haukum alveg niðri á köflum en Haukar skoruðu ekki mark í tæpar tíu mínútur á meðan Valur tók 5-0 áhlaup. Vörnin stóð fyrir sínu en markvarslan var algjörlega stórkostleg. Íris Björk Símonardóttir lét líta eins og það væri ekkert léttara í heiminum en að vera handboltamarkmaður en hún var með 70% markvörslu í fyrri hálfleik. Eftir að Valur tók áhlaupið sitt í fyrri hálfleik héldu bara áfram. Þær voru duglegar að bæta í forystuna út fyrri hálfleikinn en staðan í hálfleik var 12-6 fyrir Val. Sóknarleikur Vals var svo sem ekkert mikið betri en hjá Haukunum en Valsstúlkur voru bara miklu betri í að nýta færin sem þær komust í. Seinni hálfleikur byrjaði alveg eins og seinni. Haukar skiptu um markmann en Ástríður Glódís Gísladóttir kom inn í rammann og gerði vel til að byrja með. Valskonur voru aftur lengi að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en Díana Dögg skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik eftir tæpar sjö mínútur. Seinni hálfleikur byrjaði gríðarlega klaufalega. Berta Rut Harðardóttir opnaði markareikninginn í seinni hálfleik með víti í fyrstu sókn Hauka. Valsliðið þurfti að bíða töluvert lengur en Díana Dögg skoraði fyrsta mark Vals í seinni hálfleik þegar rúmlega sjö mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Á meðan Valur klikkaði á skotum í upphafi voru Haukar bara að tapa boltanum en þær töpuðu boltanum í fjórum sóknum í röð. Vilborg Pétursdóttir fékk nóg af að tapa boltanum og skoraði síðan í þrem sóknum í röð fyrir Hauka. Haukar minnkuðu þannig muninn niður í 4 mörk en Haukar komust aldrei nær Val í seinni hálfleik. Valur náðu þá fljótlega aftur völdum á leiknum. Valur náðu forystunni mest upp í sjö mörk en Haukar enduðu leikinn ágætlega. Haukar enduðu á að vinna seinni hálfleik 13-12 en það var bara langt frá því að vera nóg. Betri sóknarleikur í seinni hálfleik gefur Haukum samt von á að geta strítt bikarmeisturunum. Af hvejru vann Valur?Vörnin og markvarslan hjá Val í fyrri hálfleik var alveg uppá 10. Íris Björk Símonardóttir markmaður Vals fékk aftur og aftur lauflétt skot á sig þar sem vörnin var búinn að hægja á boltanum. Þegar boltinn kom á fullum hraða til hennar hafði það samt lítil áhrif, hún varði boltann bara samt. Hverjar stóðu upp úr?Íris Björk Símonardóttir var rosaleg í fyrri hálfleik. Hún var með 70% markvörslu og gerði eiginlega bara útaf við leikinn á tímapunkti. Vörnin fyrir framan hana var stórkostleg en oft leit eins og það breytti engu hvað vörnin gerði, hún varði bara og varði. Díana Dögg Magnúsdóttir var frábær sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega var hún góð allan leikinn. Það er örugglega óþolandi að spila sókn á móti henni en hún er alltaf að rjúka út og ná í fríköst af blindu hliðinni. Hún var með 6 mörk úr 9 skotum í dag ásamt því að vera með 3 stoðsendingar. Ásdís Þóra Ágústsdóttir var með flotta innkomu í dag í fjarveru Söndru Erlingsdóttur og skoraði 5 mörk. Berta Rut Harðardóttir átti flottan seinni hálfleik fyrir Hauka eftir dapran fyrri hálfleik. Ef hún er sóknarlega eins og hún var í seinni hálfleik út seríuna gætu Haukar alveg truflað deildarmeistarana. Hvað gekk illa?Maria Ines da Silva Pereira hefur átt betri leiki en í kvöld. Hún var helsta fórnarlamb Írisar Björk en hún endaði með 0 mörk úr 11 skotum. Mariu til varnar þurfti hún mjög oft að skjóta úr erfiðum stöðum þar sem hendin var komin upp en hún þarf að sýna meira ef Haukar ætla sér eitthvað í þessari seríu. Sóknin hjá Val var bitlaus á köflum og maður verður að spyrja sig hvort þær sakni Söndru Erlingsdóttur sem var ekki með í dag vegna meiðsla. Þær áttu kafla þar sem þær spiluðu boltanum mjög vel og bjuggu til færi en sömuleiðis áttu þær kafla þar sem allt var rosalega erfitt sóknarlega. Hvað gerist næst?Liðin mætast í öðrum leik einvígisins á mánudagskvöldið á Ásvöllum. Haukar munu eflaust ekki vilja lenda 2-0 undir og mæta líklega tvíefldar til leiks. Ágúst: Þetta var svolítið köflótt„Þetta var svolítið köflótt. Við spiluðum virkilega vel á ákveðnum köflum en svo duttum við niður þess á milli. Það er margt sem við getum bætt í okkar leik fyrir leikinn á mánudaginn,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir leikinn. Valsliðið byrjaði báða hálfleikana mjög illa sóknarlega. Sandra Erlingsdóttir sem byrjar oft á miðjunni hjá Val var meidd í dag og þar af leiðandi ekki með. Gústi var ósammála kenningu undirritaðs um að erfiðleikarnir sóknarlega hafi verið útaf fjarveru Söndru. „Við erum með fína breidd. Þetta snérist ekkert endilega um að Sandra hafi ekki verið með. Við vorum að velja frekar illa og þær voru aggresívar á okkur. Við hefðum mátt láta boltann ganga aðeins betur. Við förum yfir það fyrir næsta leik og lögum það vonandi.” „Leikurinn leggst vel í mig. Þetta eru hörkuleikir og Haukarnir eru með flott lið. Við þurfum að hafa okkur öll við til þess að reyna að ná í sigur næst,” sagði Ágúst um næsta leikinn í einvíginu. Næsti leikur er á mánudaginn. Magnús: Langbesti markmaður landsins„Þær skoruðu fleiri mörk en við þetta er ekki flókið,” sagði Magnús Sigmundsson þjálfari Hauka léttur um hvað fór úrskeiðis í leiknum áður en hann fór nánar út í það. „Sóknarleikurinn var heldur tregur hjá okkur. Það var samt bæting frá því í síðasta leik hjá okkur. Vörnin var mjög góð hjá okkur og ég er ánægður með hana.” Þrátt fyrir að Valur hafi bara skorað 6 mörk í fyrri hálfleik var sóknin ekki endilega hræðileg. Haukar voru oft að komast í ágætis færi en Íris Björk Símonardóttir markmaður Vals fór á kostum og var með 70% markvörslu í hálfleik. „Við vorum að skapa okkur helling af færum. Þetta var kannski frekar smá taugaveiklun að vera að skjóta á móti Írisi. Hún er langbesti markmaður landsins eins og staðan er í dag og hún hefur áður tekið svona syrpu á okkur.” Maria Ines da Silva Pereira átti ekki sinn besta leik í dag. Hún var markalaus þrátt fyrir að taka 11 skot og getur gert töluvert betur. „Við getum klárlega fengið meira frá henni. Þetta var ábyggilega hennar slakasti leikur í vetur. Það þarf bara að girða sig í brók að koma betur inn í næsta leik.” Hvað ætlið þið að gera öðruvísi í næsta leik? „Við ætlum að skora fleiri mörk og fá á okkur færri mörk.” Íris Björk: Þetta verður mikil skemmtun„Ég er rosalega ánægð með frammistöðuna í fyrri hálfleik en fannst við slaka aðeins of mikið á í seinni hálfleik. Þær stigu auðvitað líka bara upp,” sagði Íris Björk Símonardóttir markvörður Vals um frammistöðu liðsins í leiknum. Valsliðið tapaði seinni hálfleiknum eftir að vinna fyrri hálfleikinn sannfærandi. Íris hefði viljað spila betur og vill læra af þessu fyrir næsta leik. „Þær komu með ákveðinn kraft inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins aftur á hælana í staðinn fyrir að mæta þeim og við lærum bara á því fyrir næsta leik.” Þetta var fyrsti leikurinn í einvíginu. Íris er spennt fyrir framhaldinu. „Ég er mjög spennt fyrir þessari úrslitakeppni. Þetta eru tvö góð lið með hörkuvarnir og þetta verður mikil skemmtun.” Olís-deild kvenna
Valur steig fyrsta skrefið í átt Íslandsmeistaratitlinum í dag með sigri á Haukum í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Valur 24-19 en sigurinn kom kannski ekki mikið á óvart en deildarmeistarar Vals unnu Hauka í öllum þremur innbyrðisleikjum liðanna á tímabilinu. Haukar byrjuðu betur en Valsliðið átti erfitt með að skora í upphafi. Valur skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en tæpar 5 mínútur voru búnar af leiknum. Haukar náðu þó ekki að nýta sér bitlausan sóknarleik nægilega vel og komust mest yfir 2-0. Þegar Íris Ásta Pétursdóttir skoraði fyrsta mark Vals var eins og flóðgáttirnar hafi opnast. Valur skoraði næstu fimm mörk leiksins og tóku völdin algjörlega. Díana Dögg Magnúsdóttir dróg vagninn sóknarlega til að byrja með en hún var með 5 mörk úr 5 skotum í fyrri hálfleik. Valsvörnin hélt Haukum alveg niðri á köflum en Haukar skoruðu ekki mark í tæpar tíu mínútur á meðan Valur tók 5-0 áhlaup. Vörnin stóð fyrir sínu en markvarslan var algjörlega stórkostleg. Íris Björk Símonardóttir lét líta eins og það væri ekkert léttara í heiminum en að vera handboltamarkmaður en hún var með 70% markvörslu í fyrri hálfleik. Eftir að Valur tók áhlaupið sitt í fyrri hálfleik héldu bara áfram. Þær voru duglegar að bæta í forystuna út fyrri hálfleikinn en staðan í hálfleik var 12-6 fyrir Val. Sóknarleikur Vals var svo sem ekkert mikið betri en hjá Haukunum en Valsstúlkur voru bara miklu betri í að nýta færin sem þær komust í. Seinni hálfleikur byrjaði alveg eins og seinni. Haukar skiptu um markmann en Ástríður Glódís Gísladóttir kom inn í rammann og gerði vel til að byrja með. Valskonur voru aftur lengi að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en Díana Dögg skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik eftir tæpar sjö mínútur. Seinni hálfleikur byrjaði gríðarlega klaufalega. Berta Rut Harðardóttir opnaði markareikninginn í seinni hálfleik með víti í fyrstu sókn Hauka. Valsliðið þurfti að bíða töluvert lengur en Díana Dögg skoraði fyrsta mark Vals í seinni hálfleik þegar rúmlega sjö mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Á meðan Valur klikkaði á skotum í upphafi voru Haukar bara að tapa boltanum en þær töpuðu boltanum í fjórum sóknum í röð. Vilborg Pétursdóttir fékk nóg af að tapa boltanum og skoraði síðan í þrem sóknum í röð fyrir Hauka. Haukar minnkuðu þannig muninn niður í 4 mörk en Haukar komust aldrei nær Val í seinni hálfleik. Valur náðu þá fljótlega aftur völdum á leiknum. Valur náðu forystunni mest upp í sjö mörk en Haukar enduðu leikinn ágætlega. Haukar enduðu á að vinna seinni hálfleik 13-12 en það var bara langt frá því að vera nóg. Betri sóknarleikur í seinni hálfleik gefur Haukum samt von á að geta strítt bikarmeisturunum. Af hvejru vann Valur?Vörnin og markvarslan hjá Val í fyrri hálfleik var alveg uppá 10. Íris Björk Símonardóttir markmaður Vals fékk aftur og aftur lauflétt skot á sig þar sem vörnin var búinn að hægja á boltanum. Þegar boltinn kom á fullum hraða til hennar hafði það samt lítil áhrif, hún varði boltann bara samt. Hverjar stóðu upp úr?Íris Björk Símonardóttir var rosaleg í fyrri hálfleik. Hún var með 70% markvörslu og gerði eiginlega bara útaf við leikinn á tímapunkti. Vörnin fyrir framan hana var stórkostleg en oft leit eins og það breytti engu hvað vörnin gerði, hún varði bara og varði. Díana Dögg Magnúsdóttir var frábær sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega var hún góð allan leikinn. Það er örugglega óþolandi að spila sókn á móti henni en hún er alltaf að rjúka út og ná í fríköst af blindu hliðinni. Hún var með 6 mörk úr 9 skotum í dag ásamt því að vera með 3 stoðsendingar. Ásdís Þóra Ágústsdóttir var með flotta innkomu í dag í fjarveru Söndru Erlingsdóttur og skoraði 5 mörk. Berta Rut Harðardóttir átti flottan seinni hálfleik fyrir Hauka eftir dapran fyrri hálfleik. Ef hún er sóknarlega eins og hún var í seinni hálfleik út seríuna gætu Haukar alveg truflað deildarmeistarana. Hvað gekk illa?Maria Ines da Silva Pereira hefur átt betri leiki en í kvöld. Hún var helsta fórnarlamb Írisar Björk en hún endaði með 0 mörk úr 11 skotum. Mariu til varnar þurfti hún mjög oft að skjóta úr erfiðum stöðum þar sem hendin var komin upp en hún þarf að sýna meira ef Haukar ætla sér eitthvað í þessari seríu. Sóknin hjá Val var bitlaus á köflum og maður verður að spyrja sig hvort þær sakni Söndru Erlingsdóttur sem var ekki með í dag vegna meiðsla. Þær áttu kafla þar sem þær spiluðu boltanum mjög vel og bjuggu til færi en sömuleiðis áttu þær kafla þar sem allt var rosalega erfitt sóknarlega. Hvað gerist næst?Liðin mætast í öðrum leik einvígisins á mánudagskvöldið á Ásvöllum. Haukar munu eflaust ekki vilja lenda 2-0 undir og mæta líklega tvíefldar til leiks. Ágúst: Þetta var svolítið köflótt„Þetta var svolítið köflótt. Við spiluðum virkilega vel á ákveðnum köflum en svo duttum við niður þess á milli. Það er margt sem við getum bætt í okkar leik fyrir leikinn á mánudaginn,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir leikinn. Valsliðið byrjaði báða hálfleikana mjög illa sóknarlega. Sandra Erlingsdóttir sem byrjar oft á miðjunni hjá Val var meidd í dag og þar af leiðandi ekki með. Gústi var ósammála kenningu undirritaðs um að erfiðleikarnir sóknarlega hafi verið útaf fjarveru Söndru. „Við erum með fína breidd. Þetta snérist ekkert endilega um að Sandra hafi ekki verið með. Við vorum að velja frekar illa og þær voru aggresívar á okkur. Við hefðum mátt láta boltann ganga aðeins betur. Við förum yfir það fyrir næsta leik og lögum það vonandi.” „Leikurinn leggst vel í mig. Þetta eru hörkuleikir og Haukarnir eru með flott lið. Við þurfum að hafa okkur öll við til þess að reyna að ná í sigur næst,” sagði Ágúst um næsta leikinn í einvíginu. Næsti leikur er á mánudaginn. Magnús: Langbesti markmaður landsins„Þær skoruðu fleiri mörk en við þetta er ekki flókið,” sagði Magnús Sigmundsson þjálfari Hauka léttur um hvað fór úrskeiðis í leiknum áður en hann fór nánar út í það. „Sóknarleikurinn var heldur tregur hjá okkur. Það var samt bæting frá því í síðasta leik hjá okkur. Vörnin var mjög góð hjá okkur og ég er ánægður með hana.” Þrátt fyrir að Valur hafi bara skorað 6 mörk í fyrri hálfleik var sóknin ekki endilega hræðileg. Haukar voru oft að komast í ágætis færi en Íris Björk Símonardóttir markmaður Vals fór á kostum og var með 70% markvörslu í hálfleik. „Við vorum að skapa okkur helling af færum. Þetta var kannski frekar smá taugaveiklun að vera að skjóta á móti Írisi. Hún er langbesti markmaður landsins eins og staðan er í dag og hún hefur áður tekið svona syrpu á okkur.” Maria Ines da Silva Pereira átti ekki sinn besta leik í dag. Hún var markalaus þrátt fyrir að taka 11 skot og getur gert töluvert betur. „Við getum klárlega fengið meira frá henni. Þetta var ábyggilega hennar slakasti leikur í vetur. Það þarf bara að girða sig í brók að koma betur inn í næsta leik.” Hvað ætlið þið að gera öðruvísi í næsta leik? „Við ætlum að skora fleiri mörk og fá á okkur færri mörk.” Íris Björk: Þetta verður mikil skemmtun„Ég er rosalega ánægð með frammistöðuna í fyrri hálfleik en fannst við slaka aðeins of mikið á í seinni hálfleik. Þær stigu auðvitað líka bara upp,” sagði Íris Björk Símonardóttir markvörður Vals um frammistöðu liðsins í leiknum. Valsliðið tapaði seinni hálfleiknum eftir að vinna fyrri hálfleikinn sannfærandi. Íris hefði viljað spila betur og vill læra af þessu fyrir næsta leik. „Þær komu með ákveðinn kraft inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins aftur á hælana í staðinn fyrir að mæta þeim og við lærum bara á því fyrir næsta leik.” Þetta var fyrsti leikurinn í einvíginu. Íris er spennt fyrir framhaldinu. „Ég er mjög spennt fyrir þessari úrslitakeppni. Þetta eru tvö góð lið með hörkuvarnir og þetta verður mikil skemmtun.”