Segja ekki standa til að vísa Assange úr sendiráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 10:22 Lögregluþjónar fyrir utan sendiráð Ekvador í London í morgun. AP/Alastair Grant Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa Julian Assange úr sendiráði Ekvador í London. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni í Ekvador. Því var haldið fram í tísti frá Wikileaks í gær að til stæði að vísa Assange úr sendiráðinu á næstu klukkustundum eða dögum. Í tístinu stóð enn fremur að Ekvador hefðu þegar gert samkomulag við Breta um að Assange yrði handtekinn þegar hann færi úr sendiráðinu. Í öðru tísti stóð að Wikileaks hefðu fengið staðfest fregnirnar. Sjá einnig: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Lenín Moreno, forseti Ekvador, hélt því fram í vikunni að ásakanir um spillingu og eignir í aflandsfélögum gegn honum væru komnar til vegna Wikileaks. Hann sakaði samtökin um að hafa hlerað símtöl hans og önnur samskipti, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir ásökunum sínum. Ummælin þykja þó til marks um þá spennu sem talin er ríkja á milli Assange og yfirvalda Ekvador. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31 Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa Julian Assange úr sendiráði Ekvador í London. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni í Ekvador. Því var haldið fram í tísti frá Wikileaks í gær að til stæði að vísa Assange úr sendiráðinu á næstu klukkustundum eða dögum. Í tístinu stóð enn fremur að Ekvador hefðu þegar gert samkomulag við Breta um að Assange yrði handtekinn þegar hann færi úr sendiráðinu. Í öðru tísti stóð að Wikileaks hefðu fengið staðfest fregnirnar. Sjá einnig: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Lenín Moreno, forseti Ekvador, hélt því fram í vikunni að ásakanir um spillingu og eignir í aflandsfélögum gegn honum væru komnar til vegna Wikileaks. Hann sakaði samtökin um að hafa hlerað símtöl hans og önnur samskipti, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir ásökunum sínum. Ummælin þykja þó til marks um þá spennu sem talin er ríkja á milli Assange og yfirvalda Ekvador.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31 Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31
Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23
Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52