Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 11:46 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, féllust í faðma í gær. Þær virðast túlka mikilvægi ákvæðis um styttingu vinnuviku á afar ólíkan hátt. Vísir/Vilhelm Efling segir að heimildir til styttingar vinnutímans í nýjum kjarasamningi séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum í fyrri kjarasamningi. Áhrifa muni aðeins gæta á einstaka vinnustöðum. ASÍ segir um mestu breytingar á vinnustaðalýðræði í hálfa öld. Óhætt er að segja að túlkunin sé afar ólík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ljóst í sínum huga að túlkun Eflingar á samningnum sé hin rétta. „Þetta er mjög skýrt,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Þau standi við þessa túlkun.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnti í gærkvöldi þann hluta nýundirritaðra kjarasamninga SGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar.vísir/vilhelmHeimild til viðræðna á vinnustað Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum og útfærsla þeirra voru kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Þar kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, meðal annars ólíkar leiðir sem hægt væri að fara til að stytta vinnuvikuna. Efling sendi frá sér tilkynningu á tólfta tímanum vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar. Þar segir Efling að nýr kjarasamningur SA við aðildarfélög SGS, svokallaður „Lífskjarasamningur“, feli ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. „Samningurinn felur í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild,“ segir í tilkynningunni. Sú heimild sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við SA, svokölluðum „Fyrirtækjaþætti kjarasamninga“.Stíft hefur verið fundað síðustu daga og vikur í húsakynnum ríkissáttasemjara.vísir/vilhelmMestu breytingar á vinnustaðalýðræði „Nýi samningurinn felur ekki í sér að starfsfólk afsali sér réttinum til launaðra kaffitíma nema skilyrðum umrædds 5. kafla sé að öllu leyti fylgt, þar með talið um ítarlegt samráð við starfsfólk, atkvæðagreiðslu og aðkomu stéttarfélags.“ Þá minna Efling, VR og önnur samflotsfélög að þau hafi staðið staðfastlega gegn hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um allsherjarbreytingar á skipulagi vinnutíma í þeim kjaraviðræðum sem nú er lokið. Þær breytingar hefðu leitt til hreinna kjaraskerðinga. „Efling hafnaði alfarið tillögum um lengingu dagvinnutímabils, lengingu uppgjörstíma yfirvinnu og sölu kaffitíma á almennum grunni. Þessar tillögur SA náðu ekki fram að ganga.“ Breytingin nú sé lítil sem engin, sem er töluvert önnur túlkun en í tilkynningu ASÍ í gær þar sem rætt var um mestu breytingar á vinnustaðalýðræði í fimmtíu ár. „Þær heimildir til styttingar vinnutímans sem nú koma inn í nýjum kjarasamningi eru aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst.“Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti.Vísir/VilhelmSegir styttinguna þegar taka gildi „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem fagnar áfanganum. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Efling segir að heimildir til styttingar vinnutímans í nýjum kjarasamningi séu aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum í fyrri kjarasamningi. Áhrifa muni aðeins gæta á einstaka vinnustöðum. ASÍ segir um mestu breytingar á vinnustaðalýðræði í hálfa öld. Óhætt er að segja að túlkunin sé afar ólík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ljóst í sínum huga að túlkun Eflingar á samningnum sé hin rétta. „Þetta er mjög skýrt,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Þau standi við þessa túlkun.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnti í gærkvöldi þann hluta nýundirritaðra kjarasamninga SGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar.vísir/vilhelmHeimild til viðræðna á vinnustað Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum og útfærsla þeirra voru kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Þar kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, meðal annars ólíkar leiðir sem hægt væri að fara til að stytta vinnuvikuna. Efling sendi frá sér tilkynningu á tólfta tímanum vegna framsetningar á inntaki kjarasamnings aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar. Þar segir Efling að nýr kjarasamningur SA við aðildarfélög SGS, svokallaður „Lífskjarasamningur“, feli ekki í sér neinar tryggingar fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. „Samningurinn felur í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild,“ segir í tilkynningunni. Sú heimild sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við SA, svokölluðum „Fyrirtækjaþætti kjarasamninga“.Stíft hefur verið fundað síðustu daga og vikur í húsakynnum ríkissáttasemjara.vísir/vilhelmMestu breytingar á vinnustaðalýðræði „Nýi samningurinn felur ekki í sér að starfsfólk afsali sér réttinum til launaðra kaffitíma nema skilyrðum umrædds 5. kafla sé að öllu leyti fylgt, þar með talið um ítarlegt samráð við starfsfólk, atkvæðagreiðslu og aðkomu stéttarfélags.“ Þá minna Efling, VR og önnur samflotsfélög að þau hafi staðið staðfastlega gegn hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um allsherjarbreytingar á skipulagi vinnutíma í þeim kjaraviðræðum sem nú er lokið. Þær breytingar hefðu leitt til hreinna kjaraskerðinga. „Efling hafnaði alfarið tillögum um lengingu dagvinnutímabils, lengingu uppgjörstíma yfirvinnu og sölu kaffitíma á almennum grunni. Þessar tillögur SA náðu ekki fram að ganga.“ Breytingin nú sé lítil sem engin, sem er töluvert önnur túlkun en í tilkynningu ASÍ í gær þar sem rætt var um mestu breytingar á vinnustaðalýðræði í fimmtíu ár. „Þær heimildir til styttingar vinnutímans sem nú koma inn í nýjum kjarasamningi eru aðeins lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum sem þegar voru í kjarasamningi og munu ekki hafa áhrif á nema á einstaka vinnustöðum þar sem samkomulag um slíkt næst.“Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti.Vísir/VilhelmSegir styttinguna þegar taka gildi „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem fagnar áfanganum. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira