Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga mælast til þess við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu, umfram það sem þegar er komið til framkvæmda, og þá til að stuðla að verðstöðugleika.
Þá mæla þau Aldís Hafsteinsdóttir, formaður, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri, til þess að á næsta ári hækki gjaldskrár sveitarfélaga um 2,5 prósent að hámarki og minna ef verðbólga verði lægri. Aldís og Karl hafa skrifað undir yfirlýsingu vegna lífskjarasamninga 2019-2022,
Í tilkynningu frá Sambandinu segir að yfirlýsingin sé framlag þess á lokastigum kjaraviðræðna. Það sé gert vegna kröfu samningsaðila að sambandið beindi því til sveitarfélaga að haga gjaldskrármálum sínum í samræmi við sams konar yfirlýsingu frá ríkinu.
Vilja halda aftur af gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga
Samúel Karl Ólason skrifar
