Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnir hér verðtryggingaráætlun ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18