17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 00:26 Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti. Vísir/Vilhelm Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira