Engin niðurstaða í Hillsborough dómsmálinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 13:26 Hillsborough harmleikurinn 15. apríl 1989. Getty/ Bob Thomas Málaferlin yfir lögreglustjóranum á vakt í Hillsborough harmleiknum eru í uppnámi eftir að kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu. Tíu vikna málaferli og átta daga samtal milli meðlima kviðdómsins bar engan árangur og málið er líklegast á leiðinni aftur í réttarsal. Prosecution seek retrial in Hillsborough case after jury fail to reach verdict on match commander David Duckenfield https://t.co/fDMvGtGgHR — BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 3, 2019 Sá sem var ákærður var David Duckenfield sem er nú 74 ára gamall en hann var lögreglustjórinn í Sheffied þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough leikvanginum árið 1989. Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu og saksóknari mun nú reyna að fara með málið aftur í réttarsal. Duckenfield var ákærður fyrir að hafa sýnt alvarlega vanrækslu í starfi þegar hann hafði umsjón með löggæslunni á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest fyrir 30 árum síðan. BREAKING David Duckenfield jury fails to reach manslaughter verdict in Hillsborough trial https://t.co/utQIfMX6fgpic.twitter.com/uLoAmZ9ITv — Mirror Breaking News (@MirrorBreaking_) April 3, 2019 Hann hefur verið uppvís að því að ljúga í málinu meðal annars um það að það hafi verið áhorfendurnir sem opnuðu hliðið sem varð til þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool ruddust inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum fyrir þá áhorfendur sem krömdust upp við stálgrindverkið við leikvöllinn. Lögfræðingar David Duckenfield hafa barist fyrir sakleysi hans og segja málaferlin mjög ósanngjörn þar sem hann hafi alltaf reynt að gera það rétta í stöðunni. Ítarlega hefur verið fjallað um aðkomu hans þar á meðal í heimildarmynd um harmleikinn. 15. apríl næstkomandi verða loðin þrjátíu ár síðan slysið varð. Stuðningsmenn Liverpool voru lengi vel taldir vera sökudólgarnir í málinu en aðstandendur þeirra sem létust og fleiri gáfust aldrei upp í baráttunni við að hreinsa nafn þeirra sem loksins bar árangur. BREAKING: Jury at the trial of Hillsborough match commander David Duckenfield has been discharged after failing to reach a verdict. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 3, 2019 Fyrir þremur árum komust kviðdómendur í tveggja ára réttarrannsókn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið grófri vanrækslu lögreglu og skipuleggjenda að kenna að harmleikurinn átti sér stað en stuðningsmönnum Liverpool. Dánardómstjóri hóf nýja réttarrannsókn á Hillsborough harmleiknum árið 2014 eftir að fyrri niðurstaða um að stuðningsmennirnir hafi farist af slysförum var felld úr gildi. Það eru fleiri en sem bíða dóms. Ákærur á fjóra aðra verða teknar fyrir í seinna í haust þar sem aðilar eru meðal annars er sakaðir um manndráp af gáleysi, hindrun réttvísinnar og misnotkun í opinberu starfi. #Liverpool is to stage a commemorative event marking the 30th anniversary of the Hillsborough football disaster on Monday, 15 April at @SGHLpool Plateau. Event will begin at 5:30pm.#READ: https://t.co/SpczENLOTipic.twitter.com/QYZ7MjwWPc — Liverpool City Council (@lpoolcouncil) April 1, 2019 Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Málaferlin yfir lögreglustjóranum á vakt í Hillsborough harmleiknum eru í uppnámi eftir að kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu. Tíu vikna málaferli og átta daga samtal milli meðlima kviðdómsins bar engan árangur og málið er líklegast á leiðinni aftur í réttarsal. Prosecution seek retrial in Hillsborough case after jury fail to reach verdict on match commander David Duckenfield https://t.co/fDMvGtGgHR — BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 3, 2019 Sá sem var ákærður var David Duckenfield sem er nú 74 ára gamall en hann var lögreglustjórinn í Sheffied þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough leikvanginum árið 1989. Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu og saksóknari mun nú reyna að fara með málið aftur í réttarsal. Duckenfield var ákærður fyrir að hafa sýnt alvarlega vanrækslu í starfi þegar hann hafði umsjón með löggæslunni á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest fyrir 30 árum síðan. BREAKING David Duckenfield jury fails to reach manslaughter verdict in Hillsborough trial https://t.co/utQIfMX6fgpic.twitter.com/uLoAmZ9ITv — Mirror Breaking News (@MirrorBreaking_) April 3, 2019 Hann hefur verið uppvís að því að ljúga í málinu meðal annars um það að það hafi verið áhorfendurnir sem opnuðu hliðið sem varð til þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool ruddust inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum fyrir þá áhorfendur sem krömdust upp við stálgrindverkið við leikvöllinn. Lögfræðingar David Duckenfield hafa barist fyrir sakleysi hans og segja málaferlin mjög ósanngjörn þar sem hann hafi alltaf reynt að gera það rétta í stöðunni. Ítarlega hefur verið fjallað um aðkomu hans þar á meðal í heimildarmynd um harmleikinn. 15. apríl næstkomandi verða loðin þrjátíu ár síðan slysið varð. Stuðningsmenn Liverpool voru lengi vel taldir vera sökudólgarnir í málinu en aðstandendur þeirra sem létust og fleiri gáfust aldrei upp í baráttunni við að hreinsa nafn þeirra sem loksins bar árangur. BREAKING: Jury at the trial of Hillsborough match commander David Duckenfield has been discharged after failing to reach a verdict. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 3, 2019 Fyrir þremur árum komust kviðdómendur í tveggja ára réttarrannsókn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið grófri vanrækslu lögreglu og skipuleggjenda að kenna að harmleikurinn átti sér stað en stuðningsmönnum Liverpool. Dánardómstjóri hóf nýja réttarrannsókn á Hillsborough harmleiknum árið 2014 eftir að fyrri niðurstaða um að stuðningsmennirnir hafi farist af slysförum var felld úr gildi. Það eru fleiri en sem bíða dóms. Ákærur á fjóra aðra verða teknar fyrir í seinna í haust þar sem aðilar eru meðal annars er sakaðir um manndráp af gáleysi, hindrun réttvísinnar og misnotkun í opinberu starfi. #Liverpool is to stage a commemorative event marking the 30th anniversary of the Hillsborough football disaster on Monday, 15 April at @SGHLpool Plateau. Event will begin at 5:30pm.#READ: https://t.co/SpczENLOTipic.twitter.com/QYZ7MjwWPc — Liverpool City Council (@lpoolcouncil) April 1, 2019
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira