Skrifa undir samninginn síðdegis Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2019 12:56 Reikna má með því að þröngt verði á þingi í Borgartúninu um þrjúleytið þegar pennarnir verða mundaðir og blekinu komið á blaðið. Vísir/Vilhelm Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent