Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2019 21:45 Jónas Þór Sigurgeirsson, viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar. Stöð 2/Einar Árnason. Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppsveifla er á Blönduósi um þessar mundir vegna smíði gagnavers. Það væri þó ekki að rísa án Blönduvirkjunar. „Án hennar væri þetta ekki að rísa. Því að ef við horfum bara á landskerfið, raforkukerfið, þá er þetta eiginlega eini staðurinn fyrir utan suðvestursvæðið sem hægt er að afgreiða rafmagn í einhverju magni,“ segir Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis á Blönduósi. Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis.Stöð 2/Einar Árnason.Þrír áratugir eru frá því raforkuframleiðsla hófst í Blönduvirkjun og viðhaldsstjórinn Jónas Þór Sigurgeirsson segir reksturinn hafa gengið ljómandi vel. Virkjunin bili varla og vélarnar skila meiri orku en gert var ráð fyrir. „Í hönnun var hún 720 gígavattstundir. En svo hefur verið meira vatn á ferðinni, hún hefur farið yfir 900 gígavattstundir,“ segir Jónas. Svo fylgir henni raforkuöryggi. „Já, já. Það fer varla rafmagnið af hér á svæðinu. Það var náttúrulega ýmiss svona veikleiki hér áður,“ segir viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar.Búið er að skipuleggja fimmtán hektara iðnaðarsvæði ofan við Blönduós.Stöð 2/Einar Árnason.Og það er einmitt öryggi sem eigendur gagnavera sækjast eftir. „Það er öryggi. Þeir sækja bara í heildstætt öryggi,“ segir Valgarður. Sveitarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, segir Blönduvirkjun vannýtta vegna skorts á flutningslínum. Í héraði sjá menn jafnframt ný tækifæri vegna áforma Landsvirkjunar um að virkja sjötíu metra fallhæð milli miðlunarlóna. „Nú er búið að hanna þar rennslisvirkjanir til að stækka Blönduvirkjun á næstu árum. Og það er bara verið að bíða eftir að Blöndulína 3 komist þá norður í Eyjafjörð og svo tenging aftur austur á land,“ segir Valdimar. Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason.„Við viljum þá um leið fá tengingu hingað niður eftir til að efla þetta iðnaðarsvæði sem er byggjast upp hér ofan við bæinn,“ segir sveitarstjóri Blönduóss. Og þar er búið að deiliskipuleggja fimmtán hektara svæði sem gæti rúmað til dæmis fleiri gagnaver. „Það er bæði markaður fyrir meira og vilji til þess að fara í meira,“ segir umsjónarmaður gagnaversverkefnis, Valgarður Hilmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Stóriðja Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppsveifla er á Blönduósi um þessar mundir vegna smíði gagnavers. Það væri þó ekki að rísa án Blönduvirkjunar. „Án hennar væri þetta ekki að rísa. Því að ef við horfum bara á landskerfið, raforkukerfið, þá er þetta eiginlega eini staðurinn fyrir utan suðvestursvæðið sem hægt er að afgreiða rafmagn í einhverju magni,“ segir Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis á Blönduósi. Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis.Stöð 2/Einar Árnason.Þrír áratugir eru frá því raforkuframleiðsla hófst í Blönduvirkjun og viðhaldsstjórinn Jónas Þór Sigurgeirsson segir reksturinn hafa gengið ljómandi vel. Virkjunin bili varla og vélarnar skila meiri orku en gert var ráð fyrir. „Í hönnun var hún 720 gígavattstundir. En svo hefur verið meira vatn á ferðinni, hún hefur farið yfir 900 gígavattstundir,“ segir Jónas. Svo fylgir henni raforkuöryggi. „Já, já. Það fer varla rafmagnið af hér á svæðinu. Það var náttúrulega ýmiss svona veikleiki hér áður,“ segir viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar.Búið er að skipuleggja fimmtán hektara iðnaðarsvæði ofan við Blönduós.Stöð 2/Einar Árnason.Og það er einmitt öryggi sem eigendur gagnavera sækjast eftir. „Það er öryggi. Þeir sækja bara í heildstætt öryggi,“ segir Valgarður. Sveitarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, segir Blönduvirkjun vannýtta vegna skorts á flutningslínum. Í héraði sjá menn jafnframt ný tækifæri vegna áforma Landsvirkjunar um að virkja sjötíu metra fallhæð milli miðlunarlóna. „Nú er búið að hanna þar rennslisvirkjanir til að stækka Blönduvirkjun á næstu árum. Og það er bara verið að bíða eftir að Blöndulína 3 komist þá norður í Eyjafjörð og svo tenging aftur austur á land,“ segir Valdimar. Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason.„Við viljum þá um leið fá tengingu hingað niður eftir til að efla þetta iðnaðarsvæði sem er byggjast upp hér ofan við bæinn,“ segir sveitarstjóri Blönduóss. Og þar er búið að deiliskipuleggja fimmtán hektara svæði sem gæti rúmað til dæmis fleiri gagnaver. „Það er bæði markaður fyrir meira og vilji til þess að fara í meira,“ segir umsjónarmaður gagnaversverkefnis, Valgarður Hilmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Stóriðja Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent