„Rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2019 14:30 Halldór er stórstjarna í snjóbrettaheiminum. Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi. Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi.
Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52