Isavia fundar með eigendum WOW-vélarinnar í dag Kristín Ólafsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 1. apríl 2019 13:16 Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Vísir/vilhelm Viðræður Isavia og fulltrúa eiganda flugvélar, sem WOW air var með á leigu og var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, hefjast í dag. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Tvær flugvélar í eigu Air lease corporation (ALC), sem WOW air leigði af fyrirtækinu, eru nú á Keflavíkurflugvelli. Isavia kyrrsetti aðra vélina, TF-GPA, á flugvellinum vegna vangreiddra skulda í kjölfar gjaldþrots WOW air og hefur gefið út að vélin verði ekki látin af hendi fyrr en ALC greiði skuldir WOW. Lögmenn bæði Isavia og ALC munu sitja fundinn, sem hefst nú síðdegis. Reynt verður að greiða úr málum á fundinum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í gær að leggja þurfi fram viðeigandi tryggingu eða greiða skuldina eigi að láta flugvélina af hendi, en ekki hefur komið fram hversu há hún er. Því hefur þó verið haldið fram að umrædd gjöld nemi einum til tveimur milljörðum króna. Verðmæti TF-GPA er metið á um fimmtán til átján milljarða króna. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02 Funda mögulega á morgun vegna WOW-vélarinnar í Keflavík Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. 31. mars 2019 19:30 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Viðræður Isavia og fulltrúa eiganda flugvélar, sem WOW air var með á leigu og var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, hefjast í dag. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Tvær flugvélar í eigu Air lease corporation (ALC), sem WOW air leigði af fyrirtækinu, eru nú á Keflavíkurflugvelli. Isavia kyrrsetti aðra vélina, TF-GPA, á flugvellinum vegna vangreiddra skulda í kjölfar gjaldþrots WOW air og hefur gefið út að vélin verði ekki látin af hendi fyrr en ALC greiði skuldir WOW. Lögmenn bæði Isavia og ALC munu sitja fundinn, sem hefst nú síðdegis. Reynt verður að greiða úr málum á fundinum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í gær að leggja þurfi fram viðeigandi tryggingu eða greiða skuldina eigi að láta flugvélina af hendi, en ekki hefur komið fram hversu há hún er. Því hefur þó verið haldið fram að umrædd gjöld nemi einum til tveimur milljörðum króna. Verðmæti TF-GPA er metið á um fimmtán til átján milljarða króna. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321.
Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02 Funda mögulega á morgun vegna WOW-vélarinnar í Keflavík Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. 31. mars 2019 19:30 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02
Funda mögulega á morgun vegna WOW-vélarinnar í Keflavík Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. 31. mars 2019 19:30